Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 23

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 23
krónutölu ár frá ári. Ef félag er rekið með tapi á einhverju tímabili leysist óskattlagt eigið fé upp án þess að til skattlagningar komi. Valkostur 3 er flóknastur í framkvæmd þar sem skipta þarf óskattlögðu eigin fé upp í skattskuld og eigið fé. Fræðilega er þessi aðferð xéttust og gefur gleggstar niðurstöður um mögulega skattskuld félags. Ekki er ætlunin hér að fella neinn dóm um þessa valkosti. Allir hafa þeir sína kosti og galla, hins vegar hefur hér verið valið að nota valkost 3 og reikna upp skattskuld af óráðstöf- uðu eigin fé. Hér á landi er virkur (effektífur) tekjuskattur 48,75%, þegar tillit hefur verið tekið til heimildar til að leggja í varasjóð, og er sú tala notuð í eftirfarandi dæmum við útreikning á skattskuld. Eftirfarandi dæmi sýnir hvernig íslenskt félag breytir eignarhluta sínum í öðru félagi úr kostnaðarverðsaðferð yfir í hlutdeildarað- ferð: M hf. á 85% hlutafjár D hf. og er sá eignarhluti færður á upphaflegu kostnaðar- verði kr. 12.750. Hinn 1 janúarár 11 ákveður M hf. að breyta bókhaldi sínu á eignarhluta í D hf. yfir í hlutdeilaraðferð. Staða eiginfjárreikninga D hf. hinn 1. jan- úar ár 11 var þannig: Óskattlagt eigið fé: Varasjóöur ................................ 10.000 Niöurfærsla birgöa ......................... 7.500 Niðurfærsla viðskiptakrafna ................ 3.700 21.200 Annað cigiö fé: Hlutafé ................................... 15.000 Endurmatsreikningur ....................... 23.000 Óráðstafað eigið fé ........................ 6.250 44.250 Eigið fé samtals 65.450 Óskattlögðu eigin fé, undanskildum vara- sjóði, er skipt upp í skattskuld og eigið fé. Varasjóður er talinn vera varanlegur mismun- ur á milli rekstrarhagnaðar og skattskylds hagnaðar. Vegna þessarar sérstöðu varasjóðs er talið rétt að telja hann til eigin fjár, en sýna hann þó sérstaklega. Eftirfarandi skipting er gerð á óskattlögðu eigin fé: Skattskuld (11.200 x 48,75%) ...... 5.460 Eigið fé (11.200 x 51,25%)+ 10.000 .... 15.740 21.200 Eigið fé félagsins er því kr. 59.990 (44.250 + 15.740). Eignarhluti M hf. er 85% og er verðmæti hans þá kr. 50.990 (59.990 x 85%). Eftirfarandi færslu þarf M hf. að færa í bókum sínum til að leiðrétta fjárfestingar- reikning sinn.: Fjárfesting í dótturfélagi (50.000-12.750) 38.240 Óráðstafað eigið fé ................ 38.240 3.3. Endurmat fastafjármuna og verðbreyt- ingarfœrsla. íslenskar reikingsskilaaðferðir eru frá- brugðnar erlendum aðferðum varðandi endurmat fastafjármuna og verðbreytingar- færslu. Erlendis eru fastafjármunir í flestum tilvikum færðir á upphaflegu kostnaðarverði, en skv. íslenskum aðferðum eru þeir endur- metnir á hverju ári og er endurmatshækkunin færð í endurmatsreikning meðal eiginfjárliða í efnahagsreikningi. Verðbreytingarfærsla á sér einnig mótbókun á endurmatsreikningi. Slíkt endurmat hefur á ýmsan hátt áhrif á samstæðureikningsskil, en þarf þó ekki að skapa nein vandamál. Hér að framan var lagt til að móðurfélag færði eignarhluta sinn í dótturfélagi skv. hlutdeildaraðferðinni, en með þeirri aðferð á fjárfestingarreikningur móðurfélagsins alltaf að sýna hlutdeild þess í eigin fé dótturfélags- ins. Hins vegar breytir endurmat fastafjárm- una og verðbreytingarfærsla í dótturfélagi endurmatsreikningi þess og gerir um leið fjárfestingar móðurfélagsins rangan. Til þess að leiðrétta fjárfestingarreikning sinn verður móðurfélagið að gera eina færslu í bókhaldi sinu sem færir upp fjárfestingarreikninginn um hlutdeild þess í endurmatsbreytingu dótt- urfélagsins. Mótbókun þessarar færslu yrði færð á endurmatsreikning móðurfélagsins. 21

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.