Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 24

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 24
Hlutdeild minnihluta í endurmatsbreytingu dótturfélagsins er síðan færð upp í jöfnunar- færslu (a) við gerð samstæðuársreiknings. Við notkun á kaupaðferð hérlendis við færslu á fjárfestingum í öðrum félögum kemur eitt atriði til viðbótar til álita varðandi endurmat fastafjármuna. Eins og lýst var í kafla 2.1. er framkvæmt ákveðið endurmat á þeim eignum sem keyptar eru við fjárfestingu í öðrum félögum þar sem viðkomandi eignir eru færðar í gangverð við kaup. Endurmat þetta er fært sérstaklega í jöfnunarfærslu við gerð samstæðuársreiknings og afskrifað sam- kvæmt ákveðnum reglum. Hér vaknar sú spurning hvort endurmeta eigi viðkomandi endur mat eða ekki. Hér er lagt til að slíkt endurmat sé framkvæmt til samræmis við reikningsskilavenjur, án þess þó að lagður sé neinn dómur á það hvort slíkt sé hið eina rétta eða ekki. Færsla sem gerð yrði í bókhaldi móðurfé- lagsins vegna þessa endurmats yrði færð á fjárfestingarreikning móðurfélagsins með mótbókun á endurmatsreikning. í þessu sambandi verður að gæta þess að breyta verður upphaéð árlegra afskrilfta til samræmis við endurmatsbreytingu hvers árs. Búast má við að viðbótarendurmat það sem nefnt var hér að framan verði mjög óverulegt, eða jafnvel alveg sleppt við kaup á eignarhlutum hérlendis þar sem framkvæmt er árlegt endurmat á fastafjármunum. 3.4. Viðskiptavild. (goodwill). Við kaup á eignarhlutum í öðrum félögum er mjög algengt að kaupverð við komandi eignarhluta sé ekki hið sama og bókfært verð þeirra eigna sem á bak við viðkomandi fjárfestingu standa. Skv. bandarískum regl- um er þessurn mismuni eytt með því að færa keyptar eignir upp í gangverð þeirra. Það sem síðan kann að vera afgangs er fært sem viðskiptavild. Hérlendis eru ekki til neinar ákveðnar reglur um meðferð á viðskiptavild. Skv. íslenskum skattalögum er viðskiptavild ekki skattskyld eign og afskrift hennar er ekki viðurkennd sem frádráttarbær gjöld. Þar sem engar reglur eru til hérlendis um meðferð á viðskiptavild koma þrír möguleik- ar til greina: 1. Afskrifa yfir ákveðið tímabil. 2. Afskrifa að fullu á kaupári með mótbókun á óráðstafað eigið fé. 3. Engin afskrift tekin. 1. Árleg afskrift: Þessi lausn felur í sér þá forsendu að viðskiptavild rýrni að verðgildi með tíman- um. Þessi aðferð hefur verið gagnrýnd mjög og í því sambandi bent á að það sé alls ekkert víst að viðskiptavild rýrni með tímanum. Hjá mörgum félögum getur hún sífellt verið að aukast. Einnig hefur verið bent á að nánast er ógerlegt að meta hve mikið viðskiptavild rýrni í raun á einhverju tímabili. Hér ber að hafa í huga að sú viðskiptavild sem myndast við kaup félags á eignarhluta í öðru félagi er afgangsstærð, en ekki vísindalega útreiknuð tala. Skv. bandarískum reikningsskilavenjum (APB opinion nr. 17) er gert að skyldu að afskrifa viðskiptavild á ekki lengri tíma en 40 árum. 2. Afskrifa að fullu á kaupári. Líta má á þessa lausn sem róttæka útgáfu af lið 1 hér að framan, þ.e. árlegri afskrift. Helstu rök fyrir þessari leið eru þau vandamál sem það skapar að skýra þeim lesendum ársreikninga, sem ekki hafa mikinn skilning á reikningsskilum, frá tilurð viðskiptavildar og fyrir hverju hún stendur. Ef viðskiptavild er afskrifuð á kaupári er þetta vandamál úr sögunni. 3. Engin afskrift. Ef þessi aðferð er valin spara menn sér vangaveltur um hvaða afskriftareglum eigi að 22

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.