Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 31

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 31
Af afmælisgolfmóti F.L.E F.L.E. varð 50 ára 16. júlí s.l. eins og margoft hefur komið fram. Golfáhugamenn innan félagsins minntust dagsins og tóku sér frí frá störfum vegna afmælisgolfmóts. Mótið var hið þriðja í röðinni hjá félaginu en bar af hinum fyrri hvað viðhöfn og framkvæmd snerti. Þátttakendur voru margir og mættu til leiks á velli Golfklúbbs Reykja- víkur stundvíslega. Einstaka menn höfðu samviskubit vegna þátttöku sinnar þ.e. allra síðustu uppgjörin voru á vinnuborðinu, en ekki er þó enn vitað um veruleg viðskiptasam- bönd sem töpuðust vegna þessa. Samviskubit- ið var heldur ekki meira en það að þegar út í leikinn var komið gleymdust viðskipta- mennirnir alveg. Fráfarandi golfnefnd setti mótið við hátfð- lega athöfn. Flún sýndi einnig miklar einræð- istilhneigingar og raðaði mönnum saman í hópa eftir eigin geðþótta. Að skipan hennar gengu menn síðan á teig og fyrstu glæsihögg dagsins flugu af stað (misjafnlega bein og löng að vísu). Kvisast hafði út að keppt væri um vegleg verðlaun að þessu sinni og því var keppnis- skjálfti í mönnum. Mátti víða um völlinn sjá virðulega þátttakendur liggjandi á maganum við skoðun og endurskoðun á púttlínum og beiðnir um að fá að endurtaka einstaka högg heyrðust fram bornar. Hvert aukahögg gat nefnilega orðið dýrkeypt við samlagningu í lokin. í golfi skiptast iðulega á skin og skúrir og voru engar undantekningar á því í þessu móti. Árni einpúttaði t.d. á 6. flöt og hlaut fyrir það mikið lof þeirra er til sáu. Jónatan heimsótti flestar sandforfærur vallarins og hafði á orði að hann væri betur settur með fötu og skóflu en kylfur og kúlu. Ómar sýndi tilþrif og sló ekki í vatnið á 17, en talið er að þar hafi lágt vatnsborð vegna þurrka hjálpað til. Stefán var undir gífurlegri pressu nálægt 18. flöt vegna fjölda áhorfenda. Til þess að þeir fengju eitthvað fyrir sinn snúð sýndi hann fjölbreytileg (og mörg) högg á því stutta svæði sem hann átti eftir ólokið. Fleiri dæmi mætti nefna en þetta verður að duga að sinni. Allir léku af „snilld" og komu heilir af velli. Veruleg spenna ríkti manna á meðal um úrslit mótsins, en þau voru kunngerð í veglegu hófi, sem þátttakendur héldu sér og mökum sínum um kvöldið. Þar voru afhent verðlaun og sigurvegarinn hlaut veglegan farandbikar til varðveislu í eitt ár. Hófið var allt haldið í „léttum Laugarvatnsstíl" undir öruggri stjórn Sigurðar Tómassonar og þótti takast mjög vel. Eins og með persónulegar upplýsingar og tölur, sem við meðhöndlum í starfi okkar, verður farið með úrslit mótsins sem trúnað- armál og eiðstafur ekki brotinn. Golfmót F.L.E. er því væntanlega orðið árviss atburður, a.m.k. eru æfingar þegar hafnar fyrir næsta mót. Æfingamót svo sem „Björn og Ari closed“, „Manscher open“ og „stórmót HH“ (Heimis og Helga) hafa verið haldin og Guðjón og Guðmundur Friðrik eru búnir að mála hvítu kúlurnar sínar rauðar fyrir helgarmót sín í vetur. Aukin sala golfsetta og bókanir í golfkennslutíma á Reykjavíkursvæðinu benda einnig til þcss að mikið er lagt upp úr góðri frammistöðu í þessu móti. Næsta mót verður því vonandi í svipuðum gæðaflokki og afmælismótið. Undirbúningur er þegar hafinn af miklum krafti og boðið verður til þess með hækkandi sól. Golfnefndin 29

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.