Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 33

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 33
Ekki er vitað um neina endurskoðun hjá atvinnulífinu á þessum tíma. Það erfyrst eftir fyrri heimsstyrjöldina að atvinnurekendum verður ljóst að þörf var orðin fyrir menn með sérþekkingu á sviði reikningsskila og endur- skoðunar. Árið 1919 kemur hingað danskur endurskoðandi sendur af danska endurskoð- unarfyrirtækinu Centalanstalten for Revision og Drifts Organisation. Fyrirtækið rak útibú hér til ársins 1924, að Nids Mancher, sem þá veitti skrifstofunni forstöðu og Björns E. Árnasonar, sem unnið hafði við útibúið frá 1921 auk lögfræðináms, keyptu fyrirtækið. Á árinu 1926 eru sett lög um löggildingu endurskoðenda. Með þeim lögum er ráðherra heimilað að löggilda menn sem endur- skoðendur er þeir hafa sannað fyrir atvinnu- málaráðuneytinu eða nefnd sem það skipar, að þeir hafi þá þekkingu á viðskiptum og reikningshaldi, sem krafist verður í reglu- gerð, er ráðherra setur. 1928 er skipuð þriggja manna nefnd til að prófa kunnáttu þeirra, sem óskuðu að fá löggildingu til starfsins. Reglugerðin um þekkingarskilyrðin og fleira sjá dagsins ljós árið eftir og öðluðust allir prófnefndarmenn löggildingu við setningu reglugerðarinnar án prófa. Á árinu 1929 til 1934 höfðu tveir menn lokið prófi og öðlast löggildingu og seint á árinu 1934 löggilti ráðherra síðan þrjá reynda endurskoðendur án prófs. Löggiltir endurskoðendur voru því orðnir átta í árslok 1934. 16. júlí 1935 var haldinn stofnfundur Félags löggiltra endurskoðenda og stóðu þeir allir að stofnun þess. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Björn E. Árnason. Af stofnendum er nú aðeins einn á lífi Björn Steffensen, heiðursfélagi Félags löggiltra endurskoðenda. Fljótlega kemst á samband við hliðstæð félög á hinum Norðurlöndunum og sótti félagið þegar eftir stofnun um aðild að „Det Skandinaviske Revisorsekretariat" samband sem við í dag þekkjum undir nafninu „Det Nordiske Revisorsförbund“ Til að byrja með tóku íslendingar ekki þátt í nærri öllum fundum sambandsins, sem haldnir voru árlega en frá árinu 1959 höfum við ávallt átt fulltrúa á sambandsfundum. Tveir íslendingar þeir Svavar Pálsson og Flalldór V. Sigurðsson hafa gegnt for- mennsku í sambandinu. Norrænt samstarf hefur verið okkur mikils virði og tengist þátttöku okkar í Evrópusambandi endur- skoðenda og Alþjóðasambandi endurskoð- enda en mikill tími sambandsþinganna fer í að ræða þau mál. Á árinu 1955 er lögum félagsins breytt og þá skipuð fyrsta fastanefnd félagsins, nefnd sem í dag heitir álitsnefnd. Álitsnefnd hefur það hlutverk að láta uppi fyrir félagsins hönd rökstutt álit um hvers konar fyrirspurnir varðandi starfssvið löggiltra endurskoðenda, sem fyrir félagið kunna að verða lagðar af Alþingi, framkvæmdavaldi ríkisins, dómstól- um, samtökum, einstökum félagsmönnum eða viðskiptamönnum þeirra. í byrjun átt- unda áratugarins er farið að skipa umræðu- hópa um endurskoðun, reikningsskil og skattamál. 1975 verða til tvær fastanefndir, það eru endurskoðunarnefnd og reiknings- skilanefnd. Hlutverk þessara nefnda nú er að fylgjast með þróun endurskoðunar og reikn- ingsskila hérlendis og erlendis, vinna að samræmingu á þeim störfum félagsmanna, sem varða þessi mál almennt. Stuttu seinna fer stjórnin að skipa endur- menntunarnefnd, sem síðan verður fasta- nefnd 1982 og heitir nú menntunarnefnd. Hlutverk hennar er að fylgjast með menntun og endurmenntun á starfssviði endurskoð- enda og hlutast til um framkvæmd á því sviði í samráði við stjórn félagsins. Nefndir þessar hafa á liðnum árum unnið mjög mikilvæg störf og má þar nefna útgáfu reikningsskila- og endurskoðunarhandbókar. Gefnar hafa verið út leiðbeinandi reglur um grundvallaratriði endurskoðunar hlutafélaga og fyrir liggja drög um áritanir. Páttur nefndanna í námskeiðahaldi hefur verið mik- 31

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.