Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Side 34

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Side 34
ill og má segja að mikill hluti námskeiða á vegum félagsis grundvallist á störfum þeirra. Sérstakur þáttur í félagsstarfseminni er sumarráðstefna félagsins. Fyrsta sumarráð- stefnan var haldin að Bifröst árið 1964 og hefur verið haldin árlega síðan utan 1976 er 11. þing norrænna endurskoðenda var haldið og aftur nú vegna afmælis félagsins. Nú hin síðari ár hafa ennfremur verið haldnar ráðstefnur í tengslum við aðalfund og hefur það mælst vel fyrir. Ekki má gleyma hádegisfundum en um langt árabil hafa félagsmenn komið saman til hádegisfundar einu sinni í mánuði yfir vetrar- tímann og hlýtt á fyrirlestra um hin ýmsu málefni. Húsnæðismál hafa oft verið á dagskrá og eru elstu heimildir um það að finna árið 1961. Árið 1966 er ráðist í það þrekvirki að kaupa húsnæðið að Hverfisgötu 106A, þar sem fé- lagsheimili er enn. Húsnæðismál eru mikið til skoðunar um þessar mundir enda orðið þröngt um starfsemina. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun félagsins fyrir 50 árum og margur lagt hönd á plóginn. Frá upphafi hafa þrír félagar verið kjörnir heiðursfélagar en það eru þeir Björn E. Árnason árið 1965, Ari Thorlacíus og Björn E. Steffensen árið 1976. Á þessum 50 árum hafa 16 félagsmenn gegnt formennsku í félaginu en lengst þeir Björn E. Árnason, sem var formaður í 10 ár, Björn Steffensen í 8 ár og Svavar Pálsson í 6 ár. Frá upphafi hafa 192 hlotið löggildingu sem endurskoðendur en félagsmenn eru nú 159. Mér hefur verið tíðrætt um fortíðina og sögu félagsins. En hver er staða endur- skoðandans í dag og hvað má búast við að framundan sé. Á síðustu árum hafa orðið miklar breyting- ar á störfum endurskoðenda. Lengi vel fólust störf löggiltra endurskoðenda í færslu bók- halds og gerð ársreikninga án endurskoðunar með skattaframtal í huga. Á þessu hefur orðið mikil breyting og hafa nokkrir þættir lagt lóð á vogarskálina. Fyrst má hér nefna ný skattalög frá árinu 1978 þar sem eru ákvæði um leiðréttingu ársreiknings vegna verð- bólgu. Með reikningsskilum er nú leitast við að sýna raunhæfari mynd af rekstri og efnahag fyrirtækja en hin hefðbundnu reikn- ingsskil gerðu á tímum verðbólgu. I nýjum lögum um hlutafélög eru ítarleg ákvæði um reikningsskil hlutafélaga og endurskoðun þeirra, þar sem meðal annars er kveðið á um að hlutafélög yfir tiltekinni stærð skuli endur- skoðuð af löggiltum endurskoðanda. Ýmiss önnur lög hafa að geyma fyrirmæli um að endurskoðun sé framkvæmd af löggiltum endurskoðanda og má hér nefna vátrygging- arfélög, lífeyrissjóði og ferðaskrifstofur. Síð- ast en ekki síst hefur viðhorf stjórnenda fyrir- tækja breyst og kallað á aukna endurskoðun- arþjónustu auk mun ítarlegri reikningsskila en áður tíðkuðust. En hver er framtíðarsýnin? Ég tel að í Ijósi reynslu síðustu ára muni þörf fyrir endur- skoðun aukast. Þjóðfélagið er að breytast og erum við nú farnir að sjá viðskiptahætti, sem til skamms tíma voru nánast óþekktir. Má hér nefna verulega aukningu í viðskiptum með verðbréf. Með breytingum á skattalögum hefur verið ýtt undir stofnun almennings- hlutafélaga þar sem frjáls viðskipti með hluta- bréf eru höfð að leiðarljósi. Þetta kallar á aukna þjónustu endurskoðenda en jafnframt aukna ábyrgð. Endurskoðendur nota gjarnan hugtökin góð endurskoðunarvenja og góð reikningsskilavenja. Mikið verk er óunnið hjá félaginu við nánari skilgreiningu þessara hugtaka og koma á samræmingu í vinnu- brögðum. Hlutverk endurskoðenda er fyrst og fremst að vera óháðir aðilar sem með vinnu sinni auka traust milli viðskiptaaðila. Þetta er mikilvægt hlutverk og því nauðsynlegt að halda áfram þeirri starfsemi sem Félag lög- giltra endurskoðenda hefur beitt sér fyrir, þjóðfélaginu til heilla. 32

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.