Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 35

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 35
ERINDI FLUTT AF STEFÁNI SVAVARSSYNI LEKTOR, í TILEFNI AF 50 ÁRA AFMÆLI FLE Formaður - góðir hátíðargestir. Af því tilefni, sem við erum hér saman komin, hefur orðið að ráði, að ég sem fulltrúi viðskiptadeildar háskólans fari nokkrum orð- um um menntunarmál endurskoðenda og hvernig þau mál hafa þróast. Frá því félag löggiltra endurskoðenda var stofnað árið 1935 hefur að sjálfsögðu margt breyst í störfum endurskoðenda. Að vísu get ég ekki talað af eigin reynslu en tel mig hafa aflað nægilegra upplýsinga til þess að geta haldið þessu fram. Ég hygg þó, að þrátt fyrir margháttaðar breytingar á starfsviði endur- skoðenda á þeirri hálfri öld, sem liðin er frá stofnun félagsins, þá séu störf endurskoðenda í grundvallaratriðum hin sömu. Störf braut- ryðjendanna voru aðallega í því fólgin að aðstoða fyrirtæki við að ljúka sínum reikn- ingsskilum. Enn er þessu svo farið. Þessi þáttur er afar mikilvægur í störfum þeirra endurskoðenda, sem hér eru. Á hinn bóginn fer því víðs fjarri að störf endurskoðenda takmarkist við þetta viðfangsefni. íslenskir endurskoðendur hafa, þrátt fyrir nafngiftina, fengist minna við endurskoðun en aðra þjónustu, sem þeir hafa veitt. Á síðustu árum hefur þó, að mínu mati, orðið nokkur breyting í þessu efni. Bæði er, að þeim fjölgar sífellt þeim fyrirtækjum og stofnunum, sem Iagaskylda er að endurskoða af löggiltum endurskoðana, og eins hitt, og það skiptir meiru, að vaxandi skilningur er á því, að endurskoðun hafi tilgang í íslensku viðskiptalífi. Endurskoðun hefur því orðið vaxandi þáttur í starfsemi endurskoðenda, svo sem vera ber, en samt eigum við þó nokkuð í land, svo jafna megi við nálægar þjóðir í þessum efnum. Pá er ónefndur sá þáttur í starfsemi endur- skoðenda sem er ráðgjöf, og hefur hún aukist mjög verulega á síðustu árum eins og endur- skoðunin, á kostnað bókhalds- og reiknings- skilaþjónustunnar. Sannast sagna er hér um hvers kyns ráðgjöf að ræða, þó auðvitað sé hún aðallega á sviði skattamála, fjármála og reksturs fyrirtækja yfirleitt. í stuttu máli hef ég nú lýst því hver séu 33

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.