Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Qupperneq 37

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Qupperneq 37
reglugerð, sem sett var um framkvæmd prófanna, fékkst mun meiri festa í menntun- armál endurskoðenda en áður var. Nú skyldi prófmaður gangast undir bókleg próf í sjö greinum og standast, áður en verkleg próf skyldu tekin. Til undirbúnings bóklegu prófunum voru haldin námskeið í endurskoð- un, skattskilum, reikningshaldi, þjóðhag- fræði, rekstrarhagfræði, viðskiptareikningi og tölfræði, og lögfræði. Petta námskeiðahald tók þrjú ár og voru námskeiðin haldin á haustin. Til kennslu í þessum námskeiðum voru yfirleitt fengnir kennarar úr viðskipta- og lagadeildum háskólans en endurskoðend- ur kenndu skattskil og endurskoðun. Segja má, að þessi tengsl við háskólann hafi orðið því til framdráttar, sem síðar varð, að allt bóklegt nám til löggildingar í endurskoðun færðist inn í háskólann. Mikil framför þótti af þessum námskeiðum miðað við fyrri hætti, en menn vildu ekki láta hér staðar numið og því beitti félagið sér fyrir því, að bóklegum hluta námsins yrði komið fyrir í viðskiptadeild háskólans. Pað varð til þess, að enn á ný voru samþykkt lög um löggilta endurskoðendur en það var á árinu 1976. Þá hófst það skeið í menntunarmálum endurskoðenda, sem við búum nú við. Segja má, að þegar bóklegt nám í endur- skoðun fór inn fyrir dyr háskólans hafi námsvistarkerfið verið aflagt. Og það var vonum seinna. Nám í endurskoðun hafði þá um langt árabil farið fram á háskólastigi erlendis, sums staðar frá því um aldamót. Eins og bent var áðan, þá höfðu endur- skoðendur frumkvæði að þessari breytingu. Skýringuna á því tel ég sumpart vera þá, að endurskoðendur höfu áunnið sér þann sess í íslensku viðskiptalífi, að sífellt jukust þær kröfur, sem til þeirra voru gerðar. Og þeir gerðu sér grein fyrir að auka þurfti menntun endurskoðenda. Nú má ekki skilja orð mín svo, að ég sé að gefa í skyn, að menn komi nú fullnuma úr háskólanum og hafi ekkert að læra á stofun- um. Öðru nær; reynsla í starfi skiptir auðvitað endurskoðendur, eins og aðra, miklu máli og það kemur fátt ef nokkuð í staðinn fyrir hana. En ég tel samt, að þeir nemar, sem nú ráðast á stofurnar hafi mun betri bakgrunn til að verða færir endurskoðendur en þeir, sem áður voru ráðnir, beint úr miðskóla. Jafn- framt ætti aðlögunartími þeirra að vera mun skemmri en þeirra, sem áður réðu sig til námsvistar. Sumir mundu kannski vilja halda því fram, að sá reginmunur sé á nemum í dag og áður, að þeir, sem nú ráða sig á stofurnar hafi frekar tök á því að mynda sér skoðun á faglegum efnum, gagnstætt því sem áður var, þegar menn voru nánast eins og óskrifað blað. Af þessum sökum sé ekki hægt að móta efniviðinn að eigin vild og það sé galli. Auðvitað er þetta mikil þröngsýni og framfar- ir yrðu ekki örar ef allir væru á þessum buxunum. í núgildandi lögum um löggilta endur- skoðendur kemur fram, að til þess að hljóta löggildingu þurfi menn að hafa lokið námi af svokölluðu endurskoðunarsviði innan við- skiptadeildar háskólans. Jafnframt þurfa menn að hafa unnið við alhliða endurskoðun- arstörf undir stjórn löggilts endurskoðanda í a.m.k. þrjúár. Afþessu erljóst, að löggjafinn hefur talið hvort tveggja, bóklegt nám í háskóla og reynslu á stofu, nauðsynlegan undirbúning fyrir lokapróf. Nú vil ég ekki láta reyna um of á langlund- argeð viðstaddra með því að gera of ítarlega grein fyrir námstilhögun fyrir verðandi endur- skoðendur í háskólanum, en ég vil þó fara nokkrum orðum um þetta nám. Námstími er fjögur ár. Fyrstu tvö árin eru sameiginleg öllum nemendum viðskiptadeild- ar, en á þriðja ári skiptist deildin í tvo kjarna, þjóðhagskjarna og fyrirtækjakjarna. Þriðja árið er sameiginlegt þeim, sem velja fyrir- tækjakjarna en á fjórða ári velja nemendur sér kjörsvið, og eitt þeirra kjörsviða, sem deildin býður upp á, er endurskoðunarkjör-

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.