Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 38

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 38
svið. Ég tel, að þetta nám standist alveg samanburð við nám i endurskoðun við erlenda háskóla. Kappkostað er að gera námið eins hagnýtt og kostur er. En á hitt er lögð engu minni áhersla að kynna fyrir nemendum það sem gerist meðal annarra þjóða í þessu efnum og þær hugmyndir, sem uppi eru meðal fræði- manna hverju sinni, þótt ekki hafi þær allar komist í framkvæmd. Með þessum hætti tel ég mun líklegra en annars, að nemendur flytji með sér út í atvinnulífið þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér úr þeim fræðibókum og öðru efni, sem þeim var ætlað að kunna skil á. Markmið deildarinnar hefur frá upphafi verið, að nemendur hafi ekki einvörðungu tileinkað sér færni í að leysa úr þeim vanda- málum, sem vitað er að koma á borð þeirra, heldur hafi þeim skilist að aukin fræðileg þekking á faginu auðveldi þeim að leysa þau vandamál, sem framtíðin hlýtur óhjákvæmi- lega að bera í skauti sínu. Pað hlýtur að vera skoðun allra þeirra, sem hér eru að nauðsynlegt sé, að til sé í landinu stétt manna, sem getur gefið hlutlaust álit á reikningsskilum fyrirtækja og stofnana. Til þess að standa við þessi fyrirmæli Alþingis, en vitnað var til laga um löggilta endur- skoðendur, verður stéttin að hafa tiltrú og njóta trausts þeirra, sem til hennar leita og raunar þjóðfélagsins yfirleitt. Meiri menntun stuðlar að því, að svo megi vera. í síbreytilegu þjóðfélagi verða seint fundn- ar varanlegar lausnir mála, hvort heldur um er að ræða reikningshaldsmál eða önnur, og það er hlutverk stéttar endurskoðenda að vera sífellt að leita leiða til að endurbæta þá frásagnartækni, sem við notum hverju sinni. Viðfangsefnið, afkomumælingar fyrirtækja og stofnana, er afar flókið og nægir þar að benda á þau áhrif, sem verðbólga hefur haft til að brengla úrslit reikningsskila. Félagsmenn þurfa því að vera vakandi gagnvart því, hvernig sífellt megi betrumbæta menntun endurskoðenda. Á þetta bæði við um mennt- un þeirra, sem eru að búa sig undir að gegna þessum starfa, en einnig, og ekki síður, á það við um símenntun starfandi endurskoðenda, því ekki síst á þessu sviði er vaxtarbrodd stéttarinnar að finna. Ég vil ljúka máli mínu með því að flytja félagi löggiltra endurskoðenda bestu kveðjur viðskiptadeildar háskólans og árna þvf heilla á þessum tímamótum. Það er ósk mín, félaginu til handa, að þegar við hittumst hér að fimmtíu árum liðnum megi jafnvel enn meiri framfarir hafa orðið í menntun og störfum endurskoðenda, en á síðustu fimmtíu árum. 36

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.