Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 12

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 12
2. Samræmi verði milli erlendrar lántöku fyrirtækja samkvæmt 1 og erlendrar lántöku vegna kaupleigu og fjármögnunarleigu. 3. Fyrirtækjum verði heimilt að taka erlend lán til nota í rekstrinum. Hámarkslánstími verði ekki undir tólf mánuðum og skulu lánin vera án ábyrgðar opinbers aðila. 4. Viðskipti með innlend og erlend verðbréf. a) Fyrirtækjum verði heimilt að selja verðbréf, sem út eru gefin af fyrirtækjunum sjálfum, til er- lendra aðila. Sala fari fram í viðurkenndum kauphöllum innanlands eða erlendis eða hjá við- urkenndum verðbréfamiðlurum. b) Innlendum aðilum verði heimilt að kaupa erlend verðbréf, sem skráð eru í kauphöllum erlendis. Kaupin skulu gerð án ábyrgðar opinbers aðila. 5. Kaup og sala á gulli og öðrum dýrum málmum verði heimil. Æskilegt er að framkvæma þessar aðgerðir með skipulegum hætti á næstunni og það frekar fyrr en seinna. Pegar talað er um opinbera aðila, er átt við stofnanir sem njóta beinnar ríkisábyrgðar. t.d. ríkisbanka og fjár- festingarlánasjóði. Ekki er hins vegar rétt að gera greinarmun á lántökum fyrirtækja á eigin ábyrgð eða með ábyrgð sem keypt er af einkafyrirtæki (þ.e. fyrir- tæki sem ekki nýtur opinberrar ábyrgðar) enda hljóta þá venjuleg viðskiptasjónarmið að ráða. Um leið og breytingar samkvæmt liðum 1 og 3 koma til framkvæmda, má einnig rýmka reglur um greiðslu- frest enda sé samræmis gætt, t.d. að því er varðar ábyrgðir. Mjög nauðsynlegt virðist að breytingum, sem kunna að auka gjaldeyrisinnstreymi (liðir 1 og 4 a)), fylgi um leið breytingar sem kunna að leiða til gjaldeyrisút- streymis (liðir 4 b) og 5). Við núverandi efnahagsaðstæður er afar ólíklegt að aukið frjálsræði í gjaldeyrismálum muni leiða til auk- inna gjaldeyrisviðskipta svo einhverju nemi. Nú er því um margt réttur tími til að gera þessar breytingar. Þær gætu komið sér vel fyrir einstök fyrirtæki og gæfu ótví- rætt til kynna að verið væri að framkvæma mikilvægar aðgerðir til að bæta starfsskilyrði atvinnulífsins til fram- búðar. Fagleg umræða um efnahagsmál í Fjármálatíðindum birtast greinar um það sem er efst á baugi í hagfræði- og efnahagsmálum. Með áskrift að Fjármálatíðindum fylgist þú því vel með og getur á fag- legan hátt tekið þátt í umræðunni. Áskriftarsíminn er 699600. SEÐLABANKI ÍSLANDS KALKOFNSVEGI 1, 150 REYKJAVÍK, SÍMI 699600 lAB/j 's£ahQ> 12 YDDA F2A .3/S\/V

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.