Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 35

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 35
reikningslokadegi og hins vegar atburðum sem veita vísbendingu um aðstæður sem sköpuðust eftir lok reikningsskila. I staðlinum segir að leiðrétta eigi eignir og skuldir vegna þeirra atburða, eftir reikningslok, sem veita frek- ari upplýsingar um ástand sem var fyrir hendi á reikn- ingslokadegi og einnig ef atburðirnir gefa til kynna að forsendan um áframhaldandi rekstur eigi ekki lengur við. Sem dæmi í þessu sambandi mætti hugsa sér að viðskiptaaðili fyrirtækis yrði gjaldþrota eftir reiknings- lokadag, en áður en ársreikningur væri gerður opinber og að verulega stór viðskiptakrafa tapaðist. í slíku til- felli bæri að gera tölulega leiðréttingu á ársreikningn- um, enda væri gjaldþrot viðskiptavinarins staðfesting á ástandi sem var fyrir hendi á reikningslokadegi. Ekki á að gera tölulega leiðréttingu á ársreikningi vegna atburða sem eiga sér stað eftir reikningslokadag. ef þeir atburðir varða ekki ástand eigna eða skulda á reikningslokadegi. Hins vegar á að veita upplýsingar um slíka atburði í skýringum með ársreikningi, ef at- burðirnir eru með þeim hætti að það að upplýsa ekki um þá gæti haft áhrif á mat lesanda ársreiknings á fé- lagi, dæmi um slíkan atburð er t.d. eyðilegging mikils hluta verksmiðju vegna bruna skömmu eftir lok reikn- ingsárs. I áliti frá reikningsskilanefnd FLE, frá 18. janúar 1989, sem fjallar um bókun gengi; tryggðra eigna og skulda í ársreikningi 1988. kcmur fram að telja verði að gengisfellingin sem varð 3. janúar s.l. sé atburður sem ekki varðar ástand eigna eða skulda á reikningsloka- degi og því beri ekki að gera tölulega leiðréttingu í árs- reikningi, skv. ákvæðum þessa staðals. í þessu sam- bandi sé þó álitamál hvað átt sé við með ástand eigna og skulda, þ.e. hvort gengið hafi ekki í raun verið fallið um áramót, þótt formleg viðurkenning þess ætti sér ekki stað fyrr en síðar. Eins og kunnugt er mælti nefnd- in þrátt fyrir þetta með því að nota gengi 3. janúar 1989 við gerð ársreikninga fyrir árið 1988, enda færði hún fyrir því ýmis veigamikil rök, sem ekki verða tíunduð hér. Ef upplýsa á um atburði, sem átt hafa sér stað eftir lok reikningsárs, í skýringum, þá á að veita upplýsingar um eftirfarandi: í fyrsta lagi á að upplýsa um eðli atburðarins og í öðru lagi á að veita tölulegar upplýsingar um áhrif at- burðarins eða yfirlýsingu um að ekki sé hægt að áætla fjárhæðir í þessu sambandi. Sérstök ákvæði eru í staðlinum um meðferð úthlut- aðs arðs, sem varðar tiltekið reikningsár, en ákvörðun er tekin um að úthluta eftir lok þess, en áður en árs- reikningur er samþykktur. I staðlinum er mælt fyrir um að slíkan arð eigi annað hvort að tilfæra í ársreikningi eða upplýsa um hann í skýringum. Að lokum má bend á ákvæði í hlutafélagalögum, sem fjalla um lík ákvæði og umræddur staðall, en í 1. mgr., 103. gr. segir: „í ársskýrslu skal gefa, nema sérstakar ástæður séu til að ætla, að slíkt gæti skaðað félagið, upplýsingar um atriði, sem eru mikilvæg við mat á fjár- hagslegri stöðu félagsins og afkomu þess á reikningsár- inu og ekki koma fram í efnahags- eða rekstrarreikningi eða skýringum með þeim. Þetta á cinnig við um mikil- væg atriði, sem fram hafa komið eftir lok reikningsárs- ins.“ Skv. hlutafélagalögunum á því að upplýsa um mikil- væg atriði, sem fram hafa komið eftir lok reikningsárs- ins í ársskýrslu, komi slík atriði ekki fram í rekstrar- eða efnahagsreikningi eða í skýringum, nema að ætla megi slfkar upplýsingar gætu skaðað félagið. 35

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.