Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 46

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 46
Inngangur endurskoðunarnefndar: Endurskoðunarnefnd FLE hefur sent frá sér leiðbein- andi reglur um endurskoðun vörubirgða og viðskipta- krafna. Reglur þessar voru samþykktar á aðalfundi FLE þann 25. nóvember 1989. Pær taka að nokkru mið af þeim stöðlum sem gilda í nágrannalöndum okkar. Fclagsmönnum var gefinn kostur á breytingartillögum og umsögn um upphafleg drög nefndarinnar. sem hafa verið á annað ár í meðförum nefndarinnar. Verulegt til- lit var tekið til breytingartillagna félagsmanna. Þessar leiðbeinandi reglur fylgja hér á eftir í endanlegri útgáfu. Með aukinni opinberri umræðu um störf endurskoð- enda er ljóst að staðlasetning sem þessi treystir faglega stöðu löggiltra endurskoðenda á íslandi. Endurskoð- unarnefnd FLE hyggst því halda áfram á sömu braut í samráði við stjórn FLE. LEIÐBEINANDI REGLUR ENDURSKOÐUN Á VIÐ SKIPT AKRÖFUM: UM 1. SKILGREINING: Með viðskiptakröfum er átt við þær kröfur fyrirtækja og stofnana sem orðið hafa til við sölu á vörum og þjónustu. Reglur þessar geta einnig náð yfir ýmsar aðrar kröfur, svo sem víxla og skuldabréf. 2. ÁBYRGÐ STJÓRNENDA: 2.1. Stjórnendur fyrirtækja og stofnana eru ábyrgir fyrir skipulagi bókhalds, innra eftirliti og varð- veislu viðskiptakrafna. 2.2. Stjórnendur skulu tryggja að skráning og skýrslugerð um viðskiptakröfur sé í samræmi við gildandi lög og reglur. að fram fari reglu- bundnar afstemmingar og eftirlit með kröfum og að innheimta eigi sér stað tímanlega. Við gerð reikningsskila skal tryggð eðlileg lotun sölu og innborgana og lagt mat á verðmæti krafna í samræmi við lög og góða reiknings- skilavenju og meðal annars taka tillit til um- deildra krafna, greiðslugetu skuldunauta og al- mennrar tapshættu. Einnig bera þeir ábyrgð á að í reikningsskilum komi fram upplýsingar um veðsetningar viðskiptakrafna og aðrar kvaðir sem á þeim kunna að hvíla. 3. MARKMIÐ ENDURSKOÐUNAR: Markmið með endurskoðun á viðskiptakröfum er að sannreyna: 3.1. Að nægilcga öruggum aðferðum sé beitt við skráningu, vörslu, innheimtu og mat á við- skiptakröfum. 3.2. Að þær kröfur, sem fram koma í reikningsskil- um séu raunhæfar og í eigu fyrirtækisins. 3.3. Að allar kröfur komi fram í reikningsskilum og séu metnar í samræmi við lög og góða reikn- ingsskilavenju. 3.4. Að eðlileg lotun sé viðhöfð við lok reiknings- tímabils hvað varðar sölu á vörunt og þjónustu og innborganir viðskiptamanna. 3.5. Að í reikningsskilum komi fram nauðsynlegar upplýsingar um veðsetningar og aðrar kvaðir, sem kunna að hvíla á viðskiptakröfum. 3.6. Að framsetning og sundurliðun þeirra sé í sam- ræmi við lög og góða reikningsskilavenju. 4. ENDURSKOÐUN: 4.1. Endurskoðandi skal kynna sér og leggja mat á þær aðfcrðir sem fyrirtæki viðhefur í meðferð viðskiptakrafna. Hann skal komast að rök- studdri niðurstöðu um áreiðanleika í skráningu og meðferð þeirra. 4.2. Virkni innra eftirlits ræður hversu ítarlega vinnu endurskoðandi þarf að inna af hendi. Hann getur beitt ýmsum endurskoðunarað- gerðum til að kanna hvort kröfur séu réttmætar og komi allar fram. Endurskoðandi skal taka tillit til þess að ytri gögn eru að öðru jöfnu áreiðanlegri heimildir en gögn scm verða til í fyrirtækinu sjálfu. 4.3. Endurskoðandi getur leitað staðfestinga á við- skiptakröfum frá skuldunautunum sjálfum. Það 46

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.