FLE blaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 1

FLE blaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 1
Félag löggiltro endursKoöenda Nl BLAÐSINS Af stjómarborÖi..............................1 Áhugaverðar heimasíður........................2 Til sölu ó skrifstofu FLE.........................2 Málþing PricewaterhouseCoopers ehf. um eiginfjárreikninga............................3 Viðhorfskönnun meðal félagsmanna FLE........ .6 Mólþing KPMG um kaupréttar- samninga á hlutabréfum og önnur hvatakerfi..................................7 Mólþing Deloitte & Touche hf. um afnóm verðleiðréttra reikningsskila........8 Fróteknar dagsetningar...... Opnunartími skrifstofu FLE. Skattlogning ó íslandi - samanburður við önnur lönd..............9 Nýirfélagar árið 2001.......................14 Fró menntunarnefnd...........................15 Úrskurðir yfirskattanefndar..................16 Hvert eru félagar í FLE að fara?...........17 Nómskeið fyrir endurskoðendur apríl 2001........................................19 Útg. Félag löggiltra endurskoðenda Ábm: Dýri Guömundsson Formaður Ritnefndar FLE Mars2001 24. árgangur I. tölublað P|C/ -. Af stjórnarborði Móttekið: 2 8 MAR 2001. Afhendist: &?r~ Simon A. Gunnarsson Formaður FLE. Ver6bolgureikningssk.il Stjórn FLE skipaði á fundi sínum 14. desember síðastliðinn vinnuhóp til þess að fara ofan í kjölinn á þvi hvort tímabært sé að gera tillögur um breytingar eða afnám verðbólguleiðréttinga í reikningsskilum hér á landi. I hópinn voru skipuð þau Anna Kristín Traustadóttir, Árni Tóm- asson, Stefán Svavarsson, Sæmundur Valdi- marsson og Vignir Rafn Gíslason. Hópurinn vann sitt verk hratt og örugglega og skilaði til stjórnar minnisblaði hinn 17. janúar. Minnisblaði þessu hefur verið dreift til félags- manna. f minnisblaðinu kemur fram sú niður- staða hópsins að fyllilega sé tímabært að at- huga hvort ekki séu efni til að hætta með verð- leiðrétt reikningsskil og verðleiðrétt skattskil hér á landi. Hópurinn rekur síðan helstu kosti þess og galla að afnema slík reikningsskil og kemur fram með hugmyndir að næstu aðgerðum. Eins og fram kemur í minnisblaði hópsins og ég benti á í síðasta tölublaði FLE frétta, er nauð- synlegt skilyrði þess að hætta með verðleiðrétt reikningsskil að verðleiðréttingarákvæði skatta- laga veiði afnumin. Misræmi í ársreikningagerð milli þeirra sem fylgja skattalögum og þeirra sem beita öðrum reikningsskilaaðferðum væri afskaplega slæmur kostur fyrir viðskiptalífið og stöðu okkar sem endurskoðenda. Það er því nauðsynlegt að skapa samstöðu um að breyta þeim aðferðum sem notaðar hafa verið bæði í ársreikningagerð og skattskilum undanfarna tvo áratugi. í því markmiði að skapa slíka samstöðu hefur stjórn FLE kynnt minnisblað hópsins og hugmyndir félagsins fyrir bæði Fjármálaráðu- neytinu og Verðbréfaþingi Islands. Mér er kunn- ugt um að eftir þá kynningu hefur nefnd skipuð af fjármálaráðherra á árinu 1998 komið saman til að fjalla um málið. Einnig er Ijóst að forsvars- menn Verðbréfaþingsins hafa áhuga á að hreyfa við þessu máli. FLE hefur ekkert umboð til að skipa fyrir um breytíngar í þessum efnum en félagið mun reyna að stuðla að sem víðtækastri samstöðu um breytingar áður en aðgerðir verða ákveðnar. Framtalsfrestir Ríkisskattstjóri hefur nýlega tilkynnt um þá fresti sem endurskoðendur og bókarar hafa til að skila framtölum skjólstæðinga sinna. Um þessi mál hefur FLE átt viðræður við embætti ríkisskattstjóra frá síðastliðnu hausti og haft um það samstarf við samtök bókhaldsstofa. Við- ræður þessar hafa ekki leitt til samkomulags um frestmálin. Ríkisskattstjóri hefur því sett skilafresti sem í ýmsu eru frábrugðnir því sem verið hefur síðastliðin ár. Annars vegar eru skilafrestir einstaklinga utan rekstrar síðar á ár- inu en venja er til og með ákveðnum hlutföllum skila á fjórum skiladögum. Á hinn bóginn eru skiladagar lögaðila fjórir í stað þriggja áður og er nú gerð krafa um að helmingi framtala lög- aðilanna verði skilað fyrir 30 júní. Mun það sjónarmið hafi ráðið í þessum ákvörðunum að dreifa þurfi vinnuálagi á skattstofunum. ( desember síðastliðnum samþykkti Alþingi breytingar á 93. gr. laga 75/1981, sem fjallar um fresti og skilaskyldu framtala. Samkvæmt þessum breytingum er það fjármálaráðherra Samtök iðnaðarins Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.