FLE blaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 1

FLE blaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 1
Útg. Félag löggiltra endurskoðenda Ábm: Dýri Guðmundsson Formaður Ritnefndar FLE JÚII2001 24. árgangur 2. tölublað Félog löggiltro endursl<pöenda Móttekið: OÓJÚLÍ 2001 ; Afhendist: lC&T' FLE/«4&* Samtök iðnaðaríns Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík EFNI BLAÐSINS Afnóm verðbólgureikningsskila og staða krónunnar......................... Af stjórnarborði...................... Ákvarðandi bréf RSK - netföng. Til hamingju með afmælið!..... .5 Alþjóðlegur skattaréttur - lokaritgerð.......5 Kaupréttarsamningar ó hlutabréfum og ...............6 ...............7 ...............8 ...............8 onnurI TilsöluóskrifstofuFLE... Fró endurskoðunarnefnd. Tölvupóstsendingar......... Intemational Accounting Standards 2001........... Fró menntunarnefnd. Athyglisverðir úrskurðir yfirskattanefndar......... .10 Opnunartími skrifstofu FLE..................14 Endurskoðendur breyta um vinnustað ...15 Fróteknar dagsetningar.......................15 Golfannólll........................................16 Kappleikjaskró FLE í golfi órið 2001.....19 Málþing Deloitte & Touche Afnám ver&bólgu- reikningsskila og staða krónunnar Þann 31. maí síðastliðinn hélt Deloitte & Touche í samvinnu við Félag löggiltra endur- skoðenda og Félag viðskipta- og hagfræðinga veglegt málþing á Grand Hótel í Reykjavík. Á þinginu voru haldnir alls fimm fyrirlestrar sem fjölluðu um alþjóðlegar reglur og áhrif verðbólgureikningsskila á afkomu fyrirtækja ásamt nauðsynlegum breytingum á löggjöf þegar verðbólgureikningsskil verða lögð af. Einnig var fjallað um stöðu íslensku krónunnar sem uppgjörsgjaldmiðils. I lok þingsins var varpað fram þremur spurningum til gesta sem fjörugar umræður spunnust um, sem leiddar voru af ákveðnum stjórnendum á hverju borði. Alls mættu um 120 manns á málþingið sem tókst með ágætum í alla staði. Hér eru dregnar saman helstu niðurstöður umræðna sem fram fóru á málþinginu. 1. A að leggja verðleiðrétt reikningsskil til hliðar og taka upp alþjóðlega reikningsskila- staðla, IAS? ' Segja má að spurningin sé tvíþætt. Annars vegar hvort leggja eigi verðleiðréttingar af við gerð reikningsskila hérlendis og hins vegar hvort taka eigi upp alþjóðlega reikningsskila- staðla. Svarið er já við hvorutveggja. Rökstuðningurinn fyrir því að leggja af verð- leiðréttingar byggir á einni af grundvallar- forsendum reikningsskilanna sem segir að þau skuli byggð á stöðugleika þess gjaldmiðils sem Ágúst Heimir Ólafsson endurskoðandi miðað er við. Almennt hefur verið litið svo á að forsendan um stöðugt verðlag valdi ekki miklum skaða ef verðbólga er lítil. Það ætti því ekki að vera sérstök krafa við gerð reiknings- skila hérlendis að leiðrétta fjárhagsupplýsingar fyrir áhrifum verðbólgu meðan verðbólga er sambærileg hér við það sem gerist í viðskipta- löndunum og innan hins evrópska efnahags- svæðis. Forsendunni um stöðugt verðlag var hafnað með skattalögunum sem tóku gildi í ársbyrjun 1979 en þá ríkti hér óðaverðbólga samkvæmt skilgreiningu alþjóða reikningsskila- nefndarinnar, þ.e.a.s. verðbólga var yfir 100% ef litið var til þriggja ára tímabils. Á síðasta ára- tug tuttugustu aldarinnar var verðbólguhraði hérlendis hins vegar langt innan þeirra marka sem alþjóðlegu reglurnar miða við sem skil- greiningu á óðaverðbólgu og raunar innan við 5% allan áratuginn. Grundvallarrökin fyrir því að hafna forsendunni um stöðugt verðlag hafa

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.