FLE blaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 1

FLE blaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 1
Félag löggiltro endursl<pöendo EFNI BLAÐSINS Af stjórnarborði..................... , Athyglisverðir úrskurðir yfirskattanefndar......... Áhugaverðar heimasíður.. TilsöluóskrifstofuFLE... Aðalfundur Félags löggiltra endurskoðenda 2001...........................4 Til félagsmanna FLE.............................6 Stjórn og nefndir 2001—2002..............8 Er verðbreytingafærslan að kveðja?.....10 Fráteknar dagsetningar.......................11 Haustróðstefna FLE í London 4—5 október 2001............................12 Haustróðstefna FLE............................14 Skattadagur FLE................................14 ísland í fararbroddi?...........................15 Til hamingju með afmaelið..................16 Endurmenntunarstofnun Hóskóla íslands.................................17 Endurskoðendur breyta um vinnustað ...17 Golfannóll.........................................18 Útg. Félag löggiltra endurskoðenda Ábm: Stefán D. Franklin Formaður Ritnefndar FLE Desember 2001 24. árgangur 3. tölublað FLE/w/t* Af stjórnarborði Breytingar á skattalögum - Tækifæri fyrir endurskooendur Fyrirliggjandi frumvarp til breytinga á lögum um tekju- og eignarskatt kveður á um viðamiklar breytingar, sem varða bæði einstaklinga og fyrirtæki. Veigamestu atriði frumvarpsins fela í sér verulega lækkun tekjuskattshlutfalla hjá lögaðilum. Félag löggiltra endurskoðenda fagnar því að lagðar eru til breytingar á skattalögum sem ætlað er að bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og jafnframt að bæta samkeppnis- stöðu íslands gagnvart öðrum löndum en það virðist vera meginmarkmið frumvarpsins. Eins og fram kom í máli fyrirlesara á haust- ráðstefnu FLE þann 8. nóvember sl. þá voru þeir á einu máli um að með boðuðum skattalaga- breytingum gæti Island skipað sér sess á meðal þeirra þjóða þar sem skattaumhverfi fyrirtækja er með því hagstæðasta sem völ er á. Breyting- arnar ættu því að stuðla að því að fyrirtæki flyttu starfsemi sína síður úr landi. Samkvæmt þessu ættu einnig að skapast sóknarfæri fyrir Island að laða hingað erlenda starfsemi og fjár- magn sem þýddi aukin efnahagsleg umsvif og hærri skatttekjur þrátt fyrir lægri skatthlutföll. Þetta sýnist mér vera sú meginhugsun sem býr að baki frumvarpinu. Verði umrætt frumvarp að lögum og sé það mat rétt, að þar með hafi skapast ákjósanlegt umhverfi fyrir erlenda aðila að færa til Islands ýmiskonar atvinnu- og fjármálastarfsemi, þá er nauðsynlegt að umheiminum sé gerð grein fyrir þeim tækifærum sem íslenskt skattaumhvefi býður upp á. Við þá kynningu tel ég að endur- skoðendur geti haft miklu hlutverki að gegna. Með aðild að alþjóðlegum endurskoðunar- keðjum ætti að vera opið tækifæri fyrir íslensk endurskoðunarfyrirtæki að koma á framfæri til Guðmundur Snorrason, Formaður FLE erlendra samstarfsfyrirtækja sinna þeim breyt- ingum sem hér eru að verða. Þannig geta íslenskir endurskoðendur stuðlað beint að bættum eigin hag en jafnframt lagt sitt af mörkum til að efla íslenskt atvinnulíf, öllu sam- félaginu til hagsbóta. Mismunandi skattlagning rekstrarhagnaðar - Skiptir jafnræði máli? Samkvæmt 27. gr. frumvarpsins er opnað fyrir heimild fyrir einstaklinga i atvinnurekstri að yfirfæra rekstur sinn í einkahlutafélag án þess að það hafi i för með sér skattskyldar tekjur. Félag löggiltra endurskoðenda fagnar því að einstaklingum sé gert kleift að breyta einka- rekstri sínum í einkahlutafélag án þess að eignayfirfærslan sé skattlögð. Verði frumvarpíð samþykkt óbreytt er Ijóst að margir aðilar í einkarekstri munu yfirfæra rekst- ur sinn í einkahlutafélög. Ástæðan er vitaskuld sú að hagnaður í einkarekstri mun áfram verða skattlagður með sama hætti og hverjar aðrar launatekjur. Þannig verður virkt skatthlutfall

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.