FLE blaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 1

FLE blaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 1
'.- o/&o EFNI BLAÐSINS IFAG — menntunarnefnd .......... 1 Fróteknar dagsetningar........... 3 Af stjórnarborði ................ 4 Aðalfundur Félags löggiltra endurskoðenda 2007............ 5 Til hamingju með afmælið — órið 2008..................13 Stjórn og nefndir 2007—2008 .....14 Úfin og ógreiðfær leið............15 Forpokast ekki ó landsbyggðinni.....16 Opnunartími skrifstofu FLE.........17 Ekki kallaður fyrir dómarann .......18 Tilkynning til félagsmanna FLE......19 Að reka smiðshöggið ............19 SkattadagurFLE ...............20 Endurskoðunardagur FLE..........21 Reikningsskiladagur FLE ..........21 Haustróðstefna FLE..............22 SkattadagurFLE ...............23 Nýirféiagar órið 2008 ...........24 Löggildingarpróf................24 Afhending löggildingarskírteina í byrjun árs 2008...............25 GOLFannóll...................26 Útg: Félag löggiltra endurskoðenda Ábm: Björg Sigurðardóttir formaður Ritnefndar FLE Febrúar 2008 30. árgangur 1. tölublað FLE/w/* Kristrún Helga Ingólfsdóttír, fulltrúi NRF i IAESB IFAC - menntunarnefnd Fyrsti íslenski endurskooandinn meo sæti í IFAC nefnd [ október 2006 var Kristrún Helga Ingólfsdóttir, félagsmaður í FLE, skipuð í nefnd á vegum Int- ernational Federation of Accountants (IFAC), sem fulltrúi Norræna endurskoðendasambands- ins (NRF). Nefndin sem Kristrún á sæti í nefn- ist International Accounting Education Stand- ards Board (IAESB) og er menntunarnefnd IFAC. Kristrún er fyrsti (slendingurinn til að sitja í nefnd á vegum IFAC, en hingað til hafa hin Norðurlöndin skipst á að skipa menn, fyrir hönd NRF, í nefndirsamtakanna. Henni til aðstoðar sem tæknilegur ráðgjafi er Anette Hedbern frá Svíþjóð en hún vinnur fyrir IREV, menntunarstofnun sem rekin er af félagi endurskoðenda í Svíþjóð. Anette er fyrrverandi partner hjá BDO í Svíþjóð. IAESB er ein af undirnefndum IFAC og er verk- efni hennar að setja staðla og leiðbeiningar um menntun fagfólks í reikningshaldi {professional acœuntants) en með því er átt við endurskoð- endur og reikningshaldssérfræðinga. IAESB styður þannig IFAC í að ná takmarki sínu sem er að þróa og auka gæði reikningshaldsfagsins (acœuntancy profession) á heimsvísu með því að setja samræmda staðla sem eiga að stuðla að stöðugri hágæðareikningshaldsþjónustu í þágu almannahagsmuna. IAESB setur staðla um menntun endurskoð- enda og reikningshaldara, Intemational Educa- tional Standards (IES), og gefur einnig út leið- beinandi reglur um hvernig á að innleiða staðl- ana, Internatíonal Educational Practice State- menfs(IEPS). IAESB hefur nú þegar sett 8 staðla um mennt- un endurskoðenda og reikningshaldara. IES 1-6 fjalla um menntun fyrir löggildingu (pre-qualifi- cation). IES 7 fjallar um símenntun endurskoð- enda og reikningshaldara (Continuing Profes- sional Developement - CPD). IES 8 er fyrir þá sem sérhæfa sig í endurskoðun, þ.e. löggilta endurskoðendur og á bæði við um menntun fyrir löggildingu og símenntun. IES 8 tekur gildi í janúar 2008. IES 1-6 tóku gildi í janúar 2005 og IES 7 tók gildi í janúar 2006. Staðlar settir af IAESB og öðrum undirnefnd- um IFAC eru settir fyrir aðildarfélög IFAC og ber aðildarfélögunum skylda til að sjá til þess að staðlarnir séu innleiddir og að þeirra félags- menn framfylgi þeim. IAESB vinnur því fyrir aðildarfélögin og félagsmenn þeirra. Vandamálið sem aðildarfélög IFAC standa frammi fyrir þegar kemur að því að innleiða og tryggja framfylgni menntunarstaðlanna er að þeim er framfylgt af mörgum aðilum, s.s. há- skólum, aðildarfélögum IFAC og þeirra mennta- stofnunum, hinu opinbera, endurskoðunarfyrir- tækjum og öðrum fyrirtækjum sem eru með reikningshaldara í starfsþjálfun. (sumum tilvik- um hafa aðildarfélögin enga lögsögu yfir við- komandi aðilum. Einnig hafa mörg aðildarfélög IFAC leyft aðgang lögfræðinga, bókara og fleiri að félögum sínum. Þannig er mjög erfitt að skil- greina fyrir hverja IAESB er að vinna og fyrir hverja staðlarnir eru. IAESB þarf í störfum sínum að taka tillit til hverjir eru félagsmenn í aðildar- félögum IFAC. FLE á íslandi er eina aðildarfélagið að IFAC og aðeins löggiltir endurskoðendur eru félags- menn í FLE þannig að reikningshaldssérfræð- ingar á íslandi eru þeir sem hafa hlotið löggild- ingu í endurskoðun. ( mörgum öðrum löndum

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.