FLE blaðið - 01.01.2009, Blaðsíða 1

FLE blaðið - 01.01.2009, Blaðsíða 1
Útg: Félag löggiltra endurskoðenda Ábm: Eymundur S. Einarsson formaður kynningarnefndar FLE Janúar 2009 31. árgangur I. tölublað FLE/w** Félog löggiltro endursl<pöendo EFNI BLAÐSINS Áhrif árferðis ó fjármálomörkuðum og samdráttar í efnahagslífinu ó endurskoðun.................. 1 Fráteknar dagsetningar........... 4 Afstjórnarborði ................ 4 Gleggri ó tölur en rjúpur........... 5 SME róðstefna í Kaupmannahöfn .... 7 Löggildingin sjólf fói viðhlítandi vægi.. 9 Efni fró aðalfundi FLE 2008........11 Nýjar siðareglur FLE...........11 Tillögur að skipulagi og starfsemi ..11 Skýrsla faglegs framkvæmdastjóm 14 Til hamingju með afmælið—órið 2009 17 Stjórn og nefndir 2008—2009......18 Veislan smærri í sniðum ..........19 Nýr framkvæmdastjóri FLE.........19 Endurskoðunardagur FLE..........20 Reikningsskiladagur FLE ..........20 Haustmðstefna FLE..............21 Hugvekja ....................22 Ekki bundinn við sömu þúfuna......23 Tilkynningar til félagsmanna FLE .... 23 Nýir félagar árið 2009 ...........24 Löggildingarpróf................24 Afhending löggildingarskírteina......25 GOLFannáll...................26 Áhrif árferðis á fjármálamörk- uðum og samdráttar í efnahagslífinu á endurskoðun Grein þessi er byggð á fyrirlestri sem haldinn var á hádegisverðarfundi FLE þann 10. september s.l. nokkru áður en núverandi fjármálakreppa reið yfir í íslensku og alþjóðlegu fjármálalífi en efni hennar á engu að síður við. Efni það sem hér er til umfjöllunar er viða- meira en svo að því verði gerð einhver viðhlít- andi skil í stuttri grein og verður því én efa margt ósagt sem varðar þetta efni. Þegar rætt er um áhrif árferðis á endurskoðun kemur í hugann hvort endurskoðun taki breyt- ingum eftir ytri aðstæðum. Gilda e.t.v. aðrar leiðbeinandi reglur um endurskoðun þegar skó- inn kreppir í efnahagslífinu en þegar allt leikur í lyndi eða eru einhver önnur vandamál sem geta komið upp við þessar aðstæður sem áhugavert eraðleiða hugann að. Markmiö endurskoöunar Markmið endurskoðunar er að láta í Ijós álit á reikningsskilum eða öðrum upplýsingum þar sem óskað er staðfestingar frá óháðum sérfræð- ingi á sviði endurskoðunar. Slík álitsgerð krefst þekkingar á tveim mikilvægum sviðum, endur- skoðun og reikningshaldi, en þau hafa verið í mikilli þróun undanfarin ár og hafa verið æ fyrir- ferðameiri í umræðunni ekki síst í alþjóðlegu samhengi. Með breytingum á íslenskri löggjöf voru alþjóðlegir reikningsskilastaðlar innleidd- ir hér á landi og verið er að innleiða alþjóðlega endurskoðunarstaðla (ISA) en hvort tveggja gera auknar kröfur á báðum þessum sviðum. Þó það megi teljast mjög jákvætt að innleiða al- þjóð/ega staðla á sviði endurskoðunar og reikn- ingsskila tel ég áhyggjuefni hversu mikið vantar á að þessi tvö svið hafi fylgst að á sameiginleg- Olafur B. Kristinsson endurskoðandi Priœwaterhouse Coopers hf. um vettvangi endurskoðenda hér á landi eins og þeirvitasem til þekkja. Skýr og áreiðanleg framsetning reiknings- skila er sameiginlegt markmið endurskoðenda og stjórnar. Notendur reikningsskila þurfa upp- lýsingar um starfsemi og stöðu fyrirtækja og að geta treyst áreiðanleika þeirra. Þrátt fyrir þetta sameiginlega markmið er lögð mikil áhersla á skiptingu ábyrgðar milli endurskoðenda og stjórnar hvað varðar reikningsskil. Areiöanleg reikningsskil Ákveðnar leikreglur gilda um framsetningu reikningsskila og grundvallarregla að þau séu samin af stjórnendum og á ábyrgð stjórnar. Þetta krefst mikillar þekkingar þegar um er að ræða flókinn, viðamikinn rekstur. Markmið reiknings- skilareglna er að veita skýrar og greinargóðar upplýsingar um árangur og horfur í starfsemi rekstraraðila. Reglurnar geta hins vegar verið flóknar og gert miklar kröfur til þeirra sem semja reikningsskilin og til lesenda þeirra. Hlutverk endurskoðenda er að sannreyna og staðfesta áreiðanleika reikningsskila sem sett eru fram af stjórn. Það krefst sérfræðiþekking- ar á reikningsskilum að minnsta kosti til jafns

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.