FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 8

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 8
starf hans" og var nánar tiltekið hver umfjöllunarefni slíkra skýrslna gætu verið. Krafist var yfirlýsingar manna um að þeir hefðu sjálfir samið skýrslurnar og ákvæði var um að prófmaður skyldi hafa starfað að endurskoðun í a.m.k. þrjú ár. Prófnefnd var heimilt að krefja prófmann útskýringa á úrlausnum hans og einnig skyldi hann „... munnlega svara fyrir nefndinni þeim spurningum, sem hún telur nauðsyn á að leggja fyrir hann, til að reyna þekkingu hans í verklegri framkvæmd endurskoðunar og bókhalds." Þá var nefndinni heimilt að krefja prófmann um að leysa skriflegt próf ef hún taldi það nauðsynlegt. Þrír inni, þrír úti Á hvaða forsendum átti að löggilda fyrstu endur- skoðendurna? Var ástæða til að atvinnumálaráðuneytið efndi til löggildingarprófs sem starfandi endurskoðendur ættu þess kost að gangast undir eða var unnt að veita starfandi endurskoðendum löggildingu án prófs? Úr slíkum spurningum þurfti Tryggvi Þórhallsson forsætis- og atvinnumálaráðherra að leysa ásamt embættismönnum atvinnumálaráðuneytisins áður en fyrsta reglugerðin um löggilta endurskoðendur tæki gildi. Þegar þremenningarnir, Jón Þ. Sívertsen, Björn E. Árnason og Jón Guðmundsson, unnu að því að semja reglugerðina voru starfandi í Reykjavík 6 karlar sem höfðu endurskoðun að aðalstarfi. Ekki munu fagmenntaðir endurskoðendur hafa Endurskoðendur á skólabekk verið að störfum annars staðar á landinu. Sexmenningarnir höfðu allir sinnt endurskoðunarstörfum um nokkurt árabil og hlotið tilsögn í faginu. Verslunarráð íslands lagði það til við atvinnumálaráðuneytið að það veitti þeim mönnum sem höfðu starfað að endurskoðun í þrjú ár fyrir gildistöku reglugerðarinnar löggildingu án prófs og ennfremur að tveir úr þeim hópi yrðu skipaðir í prófnefnd ásamt einum lögfræðingi. Ekki fór ráðherra að þessum tillögum nema að því leyti að hann skipaði Jón Þ. Sívertsen, Björn E. Árnason og Jón Guðmundsson í fyrstu prófnefnd löggiltra endurskoðenda í desember 1928 um leið og þeim var falið að gera tillögur að reglugerð um próf löggiltra endurskoðenda. Löggildingu hlutu þeir ekki að svo komnu en hún mun hafa tekið gildi um leið og reglugerðin og undir lok ársins 1930 óskuðu þremenningarnir eftir löggildingarskírteini frá atvinnumálaráðuneytinu. Fyrstir til að ganga undir löggildingarpróf endurskoðenda urðu þeir Georg Emil Nielsen og Franz Albert Andersen, sem báðir lögðu fram vottorð um störf sín að endurskoðun árið 1931. Hinn 11. mars árið 1933 urðu svo þau tímamót að 5 löggiltir endurskoðendur undirrituðu drengskaparheiti sín, í samræmi við 7. grein reglugerðar um próf löggiltra endurskoðenda nr. 18/1929. Þetta voru prófnefndarmennirnir þrír og prófmennirnir Georg Emil Nielsen og Franz A. Andersen. Með þessum gerningi var fagstétt löggiltra endurskoðenda orðin að veruleika, þótt vissulega væri hún fámenn. Þeir endurskoðendur, sem starfandi voru í Reykjavík við gildistöku reglugerðarinnar um próf löggiltra endurskoðenda, aðrir en Franz A. Andersen og Georg Emil Nielsen, undu því illa að vera gert að þreyta próf til að öðlast löggildingu. Tveir þeirra, Björn Steffensen og Ari O. Thorlacius, rituðu atvinnumálaráðherra haustið 1934 og fóru fram á að hljóta löggildingu án undangengins prófs. Bentu þeir á að það væri venja: „... bæði hjer og í öðrum löndum, að þegar sambærileg löggjöf um rjettindi stjetta nær fyrst fram að ganga, eru í henni ákvæði um að allir þeir er þá uppfylla ákveðin skilyrði, svo sem hafa stundað atvinnu stjettarinnar um ákveðið árabil o.s.frv., skuli öðlast fullkomin rjettindi án þess að undirgangast próf." Ráðuneytið bar þessa málaleitan undir prófnefnd sem hafnaði erindinu á þeim grundvelli að hvorki í lögum né reglugerð væri heimild til að víkja frá ákvæðum um próf og töldu að varhugavert væri að gera „... nokkrar undanþágur er gefið geti fordæmi síðar meir, enda þótt hún telji umrædda umsækjendur eflaust þeim hæfileikum og reynslu búna, er rjettmæti löggildingu að fyrirskipuðu prófi loknu." Ráðuneytið tilkynnti Birni og Ara litlu síðar að ekki yrði orðið við beiðni þeirra um löggildingu án prófs. Þeir gáfust þó ekki upp við svo búið en ítrekuðu beiðni sína við ráðuneytið nokkrum vikum síðar og hafði þá þriðji endurskoðandinn, Niels N. Mancher, bæst í hópinn. Erindinu var vísað til prófnefndar sem fyrr. Þar fengust þau svör að umsækjendurnir hefðu sýnt það með störfum sínum að þeir væru færir um að leysa verklegt löggildingarpróf, en nefndarmenn kváðust ekki hafa nægilega vitneskju um bóklega þekkingu þremenningana til að meta hvort þeir uppfylltu ákvæði reglugerðarinnar um þekkingu á því sviði. Þegar þessi svör lágu fyrir löggilti atvinnumálaráðherra þremenningana sem endurskoðendur og undirrituðu þeir drengskaparheit sín þann 19. nóvember 1934. Þar með voru löggiltir endurskoðendur orðnir 8 talsins og höfðu einungis tveir þeirra öðlast löggildinguna með prófum. Sautján vottorð — en ekkert próf Prófnefnd löggiltra endurskoðenda markaði sér frá upphafi þá stefnu að halda fast við bókstaf laga og reglugerða og mæla gegn því að löggilding yrði veitt nema að undangengnu prófi. Ennfremur vildi nefndin halda fast við að kröfum um undirbúning fyrir próf væri framfylgt. Varðveitt gögn sýna að það kom fyrir að prófnefnd og atvinnumálaráðuneyti væru ekki á sama máli þegar að því kom að meta hæfi manna til að undirgangast próf og réði þá úrskurður ráðuneytisins. Þótt atvinnumálaráðuneytið túlkaði ákvæði laga og 8 • FLE blaðið júlí2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.