FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 10

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 10
síðsumars 1948. Þar var þá í ráðherrastóli Jóhann Þ. Jósefsson, sá sem ötulast hafði barist fyrir málstað Óskars Sigurðssonar þremur árum áður. Ráðuneytið leitaði umsagnar prófnefndar löggiltra endurskoðenda sem fór yfir umsókn Baldurs og fylgigögn með henni áður en hún komst að þeirri niðurstöðu að engar forsendur væru til að veita honum löggildingu án prófs og notaði tækifærið til að beina þeirri áskorun til ráðuneytisins að löggilda engan mann framvegis nema sá hinn sami hefði áður staðist löggildingarpróf. Enda þótt prófnefndarmenn álitu að Baldur skorti mjög reynslu af endurskoðunarstörfum féllust þeir á að heimila honum að þreyta löggildingarpróf og um miðjan desember 1948 tilkynnti atvinnumálaráðuneytið Baldri að löggildingu fengi hann ekki, en ætti þess kost að reyna sig við prófin. Þegar verkleg löggildingarpróf voru haldin í Reykjavík dagana 13. til 15. janúar 1950 var Baldur Guðlaugsson meðal prófmanna, en á síðasta degi prófanna greindi hann prófnefnd bréflega frá því að hann gengi frá prófi. Voru úrlausnir hans því ekki metnar til einkunna. Þótt svona tækist til við löggildingarprófin var Baldur Guðlaugsson enn á því að öðlast löggildingu sem endurskoðandi og um haustið endurnýjaði hann málaleitan sína við stjórnarráðið í tveimur bréfum. Að þessu sinni voru undirtektir atvinnumálaráðuneytisins jákvæðar og ekki var leitað umsagnar prófnefndar löggiltra endurskoðenda, svo séð verði, enda lá álit hennar á málefnum Baldurs fyrir. Efst á síðara umsóknarbréf hans er ritað með bláu bleki: „Sþ. staðbundna löggildingu á Akureyri og í Eyjafj. sýslu. BBen." Sá sem þar ritaði mun hafa verið Bjarni Benediktsson, sem fjallaði um málið enda þótt hann gegndi embætti utanríkis- og dómsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn sem þá starfaði. Baldri Guðlaugssyni var send formleg tilkynning ráðuneytisins um löggildingu hans nokkrum dögum síðar. Eftir því sem næst verður komist varð Baldur Guðlaugsson síðastur manna til að hljóta löggildingu sem endurskoðandi án þess að hafa lokið a.m.k. verklegu löggildingarprófi. Þrír einstaklingar, allir búsettir á Akureyri, sóttu eftir slíkri löggildingu atvinnumálaráðuneytisins árin 1952-1953, en umsóknum þeirra var hafnað. Á þröskuldi Háskólans Löggildingarpróf og málefni þeim tengd hvíldu að sjálfsögðu mest á prófnefnd löggiltra endurskoðenda og atvinnumálaráðuneytinu en FLE lét þessi mál einnig til sín taka, enda heildarhagsmunir félagsmanna í húfi. Ekki fer á milli mála að forystu FLE þótti mjög miður farið þegar ráðherrar tóku að löggilda sem endurskoðendur einstaklinga sem ekki höfðu lokið tilskildum prófum. Skipti þá engu þótt löggildingin væri þeim takmörkunum háð að þeir sem hana hlutu höfðu einungis heimild til að rækja endurskoðunarstöfin á afmörkuðum landsvæðum. Þegar árið eftir að FLE var stofnað tóku félagsmenn að huga að því að koma til leiðar breytingum á lögum um löggilta endurskoðendur. í lok árs 1936 var fært inn í fundargerðabók FLE uppkast að frumvarpi til nýrra laga um löggilta endurskoðendur sem félagsmenn höfðu komið sér saman um, en Björn E. Árnason, formaður fólagsins og prófnefndarmaður, mun hafa átt drýgstan þátt í samningu þess. Áhrifamestu breytingarnar sem félagsmenn FLE töldu á árunum 1936-1937 að gera þyrfti á lögum um löggilta endurskoðendur lutu að menntun þeirra og undirbúningi fyrir löggildingarpróf. Var þeim Framsýni hefur einkennt stjórn FLE í gegnum tíðina vel Ijóst að lögum og reglugerð væri áfátt hvað þetta snerti og möguleikar prófnefndar til að gera viðhlítandi kröfur um menntun endurskoðenda væru helst til takmarkaðir. Við þessu vildu FLE-félagar bregðast með því að festa í lög að þriggja ára starfstími hjá löggiltum endurskoðanda yrði forsenda þess að geta gengið undir löggildingarpróf og að ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir því að hljóta löggildingu sem endurskoðandi yrði að standast lágmarkskröfur í löggildingarprófum. Með því var að sjálfsögðu ætlunin að girða fyrir það að ráðherra veitti öðrum löggildingu en þeim sem sannað höfðu hæfni sína og kunnáttu með prófi. Frumvarpsuppkastinu, sem í raun var fullsamið frumvarp, var komið á framfæri við allsherjarnefnd Alþingis í því skyni að það yrði grundvöllur lagafrumvarps sem flutt yrði á þinginu að tilhlutan nefndarinnar, en því hafnaði allsherjarnefnd í mars 1937 og benti á atvinnumálaráðherra sem réttan aðila til slíkra verka. Næstu árin var hljótt um menntamál endurskoðenda á vettvangi FLE, enda virtist sem það sjónarmið hefði hlotið fulla viðurkenningu allra hlutaðeigandi aðila að lögum og reglum yrði fylgt í hvívetna við undirbúning og framkvæmd löggildingarprófs og löggilding ekki veitt öðrum en þeim sem hefðu staðist próf. En jafnskjótt og líkur virtust á að breyting yrði á framkvæmd löggildingar vöknuðu umræður um menntamál fagstéttarinnar á nýjan leik. Sem fyrr var Björn E. Árnason í forystu á þessum vettvangi, en hann hafði verið manna áhugasamastur um að gerðar yrðu viðhlítandi menntunarkröfur til löggiltra endurskoðenda, allt frá því að hann átti hlut að því að semja fyrstu reglugerðina um próf þeirra og verksvið. Haustið 1944, þegar umsókn Óskars Sigurðssonar um löggildingu án prófs var til umfjöllunar hjá prófnefnd og atvinnumálaráðuneyti, greindi Björn frá því á aðalfundi FLE að hann hefði, að gefnu tilefni, átt viðræður við Gylfa Þ. Gíslason, dósent við Laga- og hagfræðideild Háskóla Islands, um það hvort unnt væri að koma því til leiðar að Háskólinn annaðist 10 • FLE blaðiðjúlí2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.