FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 12

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 12
félagsmönnum jafnframt tilkynnt að þeir gætu ekki vænst þess að frumvarpstillögum þeirra yrði fylgt einhliða. Eftir að Bjarni Benediktsson hafði tekið ákvörðun um að heimila breytingar á lögum og reglugerð um löggilta endurskoðendur gengu þær greitt fyrir sig. Ráðuneytið fékk Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómara til að semja frumvarp að lögum og reglugerð í samráði við stjórn FLE og prófnefnd löggiltra endurskoðenda og voru danskar lagareglur hafðar að fyrirmynd. Ráðherrann hafði vakandi auga með framvindunni og uppköst og minnismiðar sem fylgja gögnum um reglugerðarverkið bera þess vott að hann greip til lagaþekkingar sinnar og leiðrétti kúrsinn ef honum þótti orðalag óljóst eða tvírætt. Frumvarp til laga um löggilta endurskoðendur var lagt fyrir Alþingi sem stjórnarfrumvarp í byrjun nóvember 1953 og mælti Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sjálfur fyrir því. í athugsemdum með frumvarpinu sagði að markmið þess væri m.a. að tryggja það, að einungis hæfir menn fengju löggildingu til endurskoðunar og að þeir sem hana hlytu nytu réttinda og bæru skyldur í samræmi við það sem eðlilegt gæti talist. Ýmsar breytingar voru gerðar frá eldri lögum til að þjóna þessu yfirlýsta markmiði, en hvað mennta- og réttindamál snerti skipti mestu að tekin voru af öll tvímæli um það að löggildingarpróf Starfsleyfi endurskoðenda 2010 væru forsenda löggildingar til endurskoðunarstarfa og ráðherra var heimilað að efna til námskeiða fyrir þá sem hugðust þreyta löggildingarpróf. Fyrra atriðið, löggilding endurskoðenda án prófs, hafði verið sem fleinn í holdi löggiltra endurskoðenda allt frá því að Óskari Sigurðssyni var veitt slík nafnbót vorið 1945. Það var því ekki að ófyrirsynju sem Bjarni Benediktsson vék að því í framsöguræðu sinni að með frumvarpinu væri .... mjög þrengdur réttur ráðherra til þess að veita þeim, er hann telur hæfa til þess að vera löggiltir endurskoðendur þann titil." Benti Bjarni á að þetta hefði verið gert þegar í hlut áttu staðir utan Reykjavíkur ... vegna þess að talin var þörf á, að góðir og áreiðanlegir menn væru þar til staðar, sem hægt væri að taka trúanlega sem endurskoðendur, og þeim því fengin þessi viðurkenning" en kvaðst jafnframt játa að til frambúðar væri þetta slæm tilhögun því það væri „... ekki hollt, að ráðherra hafi þetta svo í hendi sér, án þess að hann þurfi að taka tillit til ákveðinna þekkingarskilyrða." Nú hafði Bjarni sjálfur ástundað slíka óhollustu með því að veita eina af þeim þremur löggildingum sem mest ögruðu löggiltum endurskoðendum og það var líklega til að svara gagnrýni þeirra sem hann varði mestum hluta framsöguræðu sinnar í umfjöllun um þau mál og ýmsar hliðar þeirra. En svo kann líka að vera að hann hafi einfaldlega verið að stríða endurskoðendum dálítið með því hversu ofur hátíðlega þeir áttu til að taka sjálfa sig. Meðal þess sem þeir höfðu lagt áherslu á var að starfsheitið löggiltur endurskoðandi yrði verndað í lögum. Þetta tókst sbr. 5. grein laga nr. 89/1953 og var mönnum jafnframt bannað að nota starfsheiti sem gæti gefið það til kynna að þeir væru löggiltir endurskoðendur ef þeir voru það ekki, en í þingræðu sinni erti Bjarni hina löggiltu með því að benda á að menn gætu „... kallað sig endurskoðendur, þótt þeir fái ekki þessa löggildingu, og starfað að endurskoðun þrátt fyrir það." Það var einnig mikilvægt atriði fyrir menntunarmál löggiltra endurskoðenda að ráðherra var veitt heimild til að standa fyrir námskeiðum fyrir endurskoðunarnema. f því fólst ótvíræð staðfesting á því að námskeið þau sem FLE hafði haft forystu um að haldin voru við Háskóla íslands væru hluti af námi endurskoðenda. Þessi nýskipan hafði einnig fjárhagslega þýðingu fyrir félagsmenn í FLE og endurskoðunarnema, sem höfðu greitt kostnað vegna námskeiðanna, sem upp frá þessu féll á ríkissjóð. Það er af lagafrumvarpinu að segja að það rann greitt í gegnum þingið, án umræðna eða athugasemda frá þingnefndum, og varð að lögum hinn 29. desember 1953. Reglugerð tók gildi degi síðar. Að lokum Eins og hér hefur verið rakið bar ýmislegt athyglisvert til á fyrsta mótunarskeiði fagstéttar löggiltra endurskoðenda og um skeið virtist sem löggilding til endurskoðunarstarfa myndi þróast í þá átt að verða bitlingur sem pólitískt kjörnir embættismenn gætu veitt eftir sínum hentugleikum. Þegar litið er yfir atburðarás fyrstu áranna og þá málavexti sem að baki henni lágu er Ijóst að óheppilega var af stað farið þegar ákveðið var að veita einungis prófnefndarmönnum löggildingu án prófs í stað þess að láta eitt ganga yfir þann fámenna hóp manna sem hafði aflað sér þekkingar á endurskoðun og hafði hana að aðalstarfi þegar fyrstu lög og reglugerð um fagstéttina tóku gildi. Með því móti hefði jafnræðis verið gætt og unnt hefði verið að byggja upp fagstéttina með þeim hætti sem gert var ráð fyrir. Tillögur Verslunarráðs sýna það að hugmyndir í þessa veru komu fram hjá málsmetandi aðilum, en fyrirliggjandi vitneskja veitir engin ótvíræð svör við því hversvegna þessi leið var ekki farin. Prófnefnd löggiltra endurskoðenda markaði sér frá upphafi þá stefnu að fylgja lögum og reglugerð bókstaflega og hvika í engu frá kröfum um löggildingarpróf og undirbúning þeirra. Af hennar hálfu var löggildingarpróf ófrávíkjanleg forsenda löggildingar og nefndin gekk einatt eins langt og fært var í því að krefjast viðhlítandi undirbúnings af prófmönnum, en átti óhægt um vik þar sem engin formleg fræðsla var í boði fyrir 12 • FLE blaðið júlí2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.