FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 15

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 15
Formannaspjall Um miðjan maí mættu nokkrir fyrrverandi formenn FLE í spjall með Kynningarnefndinni. Það voru þau: Geir Geirsson (formaður 1975- 1977); Þorsteinn Flaraldsson (formaður 1993- 1995); Þorvarður Gunnarsson (formaður 1997-1999) og Margret G. Flóvenz (formaður 2007-2009). Að hálfu Kynningarnefndar sátu fundinn þau Sighvatur Halldórsson formaður nefndarinnar, Auðunn Guðjónsson, Helga Erla Albertsdóttir og Guðrún Torfhildur Gísladóttir. Sighvatur bauð formennina velkomna og varpaði fram fyrstu spurningunni: Hvert var umfang félagsins í formannstíð ykkar? Margret: Það eru ekki miklar breytingar frá því að ég fór úr þessu sæti, þetta var svipað og er núna. í minni tíð varð hins vegar mikil breyting á innra starfi en tekin var ákvörðun um að fá tvo starfsmenn í fullt starf. Hugsunin að baki því er tvíþætt: annars vegar að félagsmenn haldi þétt utan um menntunarmálin en það er mikil vinna í því; hins vegar að draga úr vinnu formannsins, en það var farið að gæta ákveðinnar tregðu á að fólk vildi taka formennsku að sér. Fyrir tíð Gunnars hvíldi svo stór hluti félagsins á formanninum. Þorvarður: „Það eru 11 ár síðan ég hætti sem formaður og félagið hefur náttúrlega bæði stækkað og þróast síðan. Þá var einn starfsmaður í 60% starfi og meira af faglegu vinnunni sem lenti á formanninum. Það var töluverð vinna og félagið bara með einn starfsmann í 60% starfi. Samskiptin voru öðru vísi. Á mínum formannstíma var gerð heimasíða og hún opnuð á aðalfundinum 1999. Gífurleg þróun hefur orðið, skrifstofan orðin öflugri og auðveldara verk fyrir formanninn að stýra félaginu. Ég held líka að áhrifin hafi orðið mikil á félagslega þáttinn í þessu og kannski endurmenntunina líka. Endurskoðunarfyrirtækin hafa breyst, orðið stærri og félagsstarfið sem var mikið hjá félaginu hefur flust að hluta til yfir til þeirra. Endurmenntunin líka en stóru stofurnar halda mikið af námskeiðum." Þorsteinn: í samanburði get ég ekki sagt neitt um það því ég veit ekki nóg um það sem gert er í dag. Þegar ég var formaður þá var einn starfsmaður, Bryndís Helgadóttir, sem vann frá 9-13. Hún sat fundi í fastanefndum og í þeim var mikið fundað. Tölvupóstur og heimasíða kom seinna, en félagsmenn komu eða hringdu. Hlutverk félagsins þá snérist meira um þarfir einyrkja og lítilla stofa. Þær stærri sáu um sig sjálfar. Geir: Þegar ég var í þessu emþætti þá var meiri áhersla á félagslega hlutverkið, sósíalþáttinn, en starfið snérist óskaplega mikið um sumarráðstefnur sem litið var á sem skemmtiprógramm og upplyftingu. Þorsteinn: Sumarráðstefnur voru með afbrigðum skemmtilegar. Endurskoðendur frá ýmsum stofum kynntust vel, fóru á trúnó og hvaðeina. Þegar sumarráðstefnurnar duttu upp fyrir þá kom jólaboð fyrir fyrrum formenn sem oft eru í samkeppni og í forystu fyrirtækjanna. Það að hittast yfir góðum mat, eykur á samkennd og samstöðu þeirra sem fagmanna á vettvangi Félags löggiltra endurskoðenda. Þeir geta svo keppt í óskyldum Formennirnir frá vinstri: Þorsteinn, Margret, Geir og Þorvarður liðum á daginn. Til formannskvöldverðar (Past Presidents dinner) vorum við hjónin boðin í Svíþjóð og ég vissi áður en ég var búinn með súpuna, að þessari hugmynd myndi ég stela. Margret: „Með breyttu samfélagi hefur orðið rosaleg breyting á félaginu. Það urðu vatnaskil þegar þáverandi formaður félagsins þurfti að hringja í forsætisráðherra sem átti að vera heiðursgestur á árshátíð og tilkynna að hætta yrði við vegna lélegrar þátttöku. Ég held að enginn hafi þorað að efna til árshátíðar síðan þá. Þorsteinn: „Ég man ekki eftir því að formannsstarfið hvíldi þungt á mér. Ég man bara eftir því hvað það var skemmtilegt. Við settum niður dagsetningar fyrir skattadag , haustráðstefnu og fleira. Við settum niður fasta liði strax í upphafi starfsárs til að auðvelda skipulagið og framkvæmdina. Við Tryggvi, varaformaður, áttum fundi með formönnum nefnda, og buðum þeim einum og einum á Pasta Basta, en þangað er víst ekki hægt að fara lengur. Ég man eftir hádegisverði með Ólafi Kristinssyni. Þá setti hann fram hugmyndina um að halda endurskoðunardag 30. apríl. Þá kom hingað Primrose McCabe og talaði um afnám endurskoðunarskyldu lítilla fyrirtækja. Primrose var þá nýtekin við formennsku í Skoska endurskoðendafélaginu sem er hið elsta í heiminum, stofnað 1854. Félagið var 140 ára þegar hún kom og hún var fyrsta konan til að gegna formennskunni. Þegar skipulag fyrir starfsárið var komið niður á blað, verkefni og markmið, þá var svo létt fyrir alla að hlýða og var bara ótrúlega skemmtilegt. Við breyttum fleiru því í stað þess að leita að mörgum félagsmönnum í stjórn og nefndir fyrir aðalfund, þá var tekin upp sú regla að kjósa varamenn til eins árs og aðalmenn til þriggja ára, einn á hverju ári. Það er svo miklu auðveldara að veiða menn til starfa sem varamenn. Menn öðlast reynslu á varamannabekknum og koma svo inná þegar elsti aðalmaður fer af velli Þorvarður: „Þetta virkaði mjög vel og ég hélt þessu áfram og verklagið er algerlega í gangi ennþá. Það sem Þorsteinn kom með varð að hefðum sem við höfum haldið í ennþá. Eins og formannakvöldverðurinn sem er skemmtilegt tilefni og svo fagdagarnir. Síðan leiddi þetta af sér að sumarráðstefnan hikstaði og breyttist í haustráðstefnu. FLE blaðið júlí2010 • 15

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.