FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 18

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 18
erum viö líka að sækjast efir því. Þetta er þannig hlutverk. Þorsteinn: „Ég gæti setið og kvartað yfir ýmsu sem maður hefur orðið að þola í þessu stafi. Oft hefur maður misst ráð og völd. Ég þurfti meðal annars að hætta við að fara til Kína af því að einhver kúnni þurfti á mér að halda, gott ef ekki plastpokamaður. En í hvaða starfi er það ekki, slökkviliðsmaður gæti verið kallaður út í frítíma í stórbruna og flugmaður á leið til Keflavíkur gæti þurft breyta um stefnu og fara til Akureyrar. Ég þekki líka endurskoðendur sem kunna ekki smáorðið „nei". Oft er hægt að segja: veldur hver á heldur. Ég stýri mínu lífi Þótt margir aðrir hafi áhrif á það hvernig líf mitt stýrist. Staðalímynd endurskoðenda er sú að þeir séu alltaf í vinnunni. Mér finnst að við eigum að reyna að vinna gegn henni bæði í ásýnd, og reynd -þar sem þess er þörf. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur endurskoðendur framtíðarinnar? Hverju þarf að breyta til að uppfylla það. Þorvarður: Erfið spurning að svara núna þegar endurskoðendur eru undir smásjánni og mikilli gagnrýni, það eru erfiðir tímar. Kannski þarf að skoða betur þetta væntingabil sem talað er um. Þó menn eigi að vita hvað endurskoðendur eigi að gera þá bara vita menn það ekki. Mér finnst það vera svolítið hlutverk félagsins okkar að vinna f því að brúa þetta bil og koma þessu betur til skila. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig hægt sé að gera þetta en það er ekki auðvelt. Við erum að ganga í gegnum erfitt tímabil varðandi ímynd endurskoðenda og það þarf að vinna í því og kafa ofan í það. Fór eitthvað úrskeiðis sem við getum lagað í stað þess að fara í einhverja varnarstöðu og vinna okkur út úr því með góða ímynd á endanum. Margret: „ Við töluðum áðan um umræðuna sem var ofarlega í gangi þegar Þorsteinn var formaður um hlutverk og ábyrgð endurskoðenda. Við förum í gegnum umræðuna með einhverju millibili. Ekki bara hér heldur er alls staðar þessi umræða. Umræðan er holl, hún segir okkur að hvorki ímynd okkar né staðsetning yfirleitt sé óbreytanlegur fasti. Við þurfum ekki bara að upplýsa aðra um til hvers við erum heldur þurfum við að vera viss um þetta sjálf. Þurfum að fara í gegnum það hvað við viljum vera, viljum við breyta þessu starfi, taka að okkur eitthvað annað hlutverk eða hvað? Við hljótum að fara í gegnum þetta með reglubundnum hætti. Allir þurfa að spyrja sig öðru hvoru hver er ég og hver vil ég vera. Geir: „Þetta var mjög gott innlegg hjá Margréti sem ég tek heils hugar undir. Með þessum orðum lýkur formannaspjalli Kynningarnefndar. Úrfélagslífinu Ekki atveg komnar i gang svona snemma en kaffið hjálpar. Ekki veitir af því að vera með margar kaffikönnur i gangi. 18 • FLE blaðiðjúlí2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.