FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 19

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 19
Tímatal Félags löggiltra endurskoðenda 1935-2010 í tilefni 75 ára afmælis félagsins er hér birt yfirlit um nokkur atriði sem þykja áhugaverð úr sögu félagsins. Um er að ræða yfirlit sem byggt er á upplýsingum úr fundargerðum og öðrum gögnum félagsins. Upplýsingar vegna áranna 1935 - 1995 byggja að mestu leyti á tímatali sem birt var í afmælisriti FLE sem var gefið út í tilefni 60 ára afmælis félagsins. Eðli máls samkvæmt er yfirlit þetta langt frá því að vera tæmandi um starfsemi félagsins í 75 ára sögu þess, en gefur þó innsýn í viðfangsefni þess á hverjum tíma. 1935 Á fundi nokkurra endurskoðenda á Hótel Borg var ákveðið að stofna félagsskap þeirra sem löggildingu höfðu fengið sem endurskoðendur. Félag löggiltra endurskoðenda var stofnað 16. júlí á skrifstofu Nielsar Manscher. Stofnendur voru átta og Björn E. Árnason kjörinn fyrsti formaður félagsins. Fyrsti stjórnarfundur eftir stofnfund var haldinn 24. júlí. Á Hótel Borg var ákveðið að stofna FLE 1936 Fyrsti aðalfundur eftir stofnfund var haldinn 25. júní að Hótel Borg. 1939 Á félagsfundi í janúar var samþykkt að félagið gerðist meðlimur í Det Skandinaviska Revisorssekretariat sem var samband norrænna endurskoðendafélaga. Fulltrúi félagsins tók í fyrsta skipti þátt í fundi norrænna endurskoðenda, en það var Árni S. Björnsson. Aðalfundur haldinn á Þingvöllum 1944 Aðalfundur félagsins samþykkti að leitað verði til Háskóla íslands um nám þeirra manna sem búa sig undir endurskoðendanám. 1945 Aðalfundur félagsins var haldinn á Þingvöllum í tilefni 10 ára afmælis félagsins „og sitja félagsmenn borðhald að fundi loknum með konum sínum". 1947 Námskeið í bóklegum fræðum fyrir væntanlega endurskoðendur hófust við Háskóla íslands. 1953 Ný lög um endurskoðendur, lög nr. 89 voru sett í desember. 1955 Aðalfundur félagsins samþykkti ný lög fyrir félagið, en fram til þessa höfðu samþykktir félagsins frá stofnfundi verið óbreyttar. Fyrsta fastanefnd félagsins var stofnuð „Nefndin" og var hlutverk hennar „að láta uppi fyrir félagsins hönd rökstutt álit um hverskonar fyrirspurnir varðandi grundvallaratriði reikningslegs og endurskoðunarlegs eðlis, sem fyrir félagið kynni að verða lögð af Alþingi, framkvæmdavaldi ríkisins, dómstólum og einstökum félagsmönnum." Á aðalfundi voru tekin til umræðu samskipti milli félagsmanna og eru það fyrstu merki um mótun samskiptareglna félagsmanna 1956 Nafni samtaka norrænna félaga löggiltra endurskoðenda var breytt í Det Nordiska Revisorsforbundet (NRF). Tryggingasjóður löggiltra endurskoðenda var stofnaður. Aðalfundur samþykkti að reikningsár félagsins verði frá 1. september til 31. ágúst og hefur það alla tíð sfðan verið reikningsár félagsins. FLE blaðið júlí2010 • 19

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.