FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 20

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 20
Nardlska Rövisorsförbundet Nordlsk Ravlsortorbund Norræna EndurskoÖendasamband ð Pohjolsmainen TlUntarkaatajaUltto NRF, merki sambandsins 1958 Aðalfundur samþykkti „Reglur um samskipti félagsmanna í Félagi löggiltra endurskoðenda". Samskiptareglumar verða þar með hluti félagslaga. 1960 Félagið hélt afmælishátíð 16. júlí í tilefni 25 ára afmælis félagsins. Flátíðarfundur var haldinn í Háskóla íslands og kvöldveisla í Oddfellowhúsinu í Reykjavík. Fundur NRF var haldinn í fyrsta sinn á íslandi í tengslum við 25 ára afmæli félagsins. 1961 I janúar var haldinn hádegisverðarfundur félagsmanna með utanaðkomandi fyrirlesara og er það fyrsta skráða heimild um slíkan fund á vegum félagsins. 1964 Fyrsta sumarráðstefna félagsins var haldin að Bifröst í Föngulegur hópur endurskoðenda og maka á Bifröst Borgarfirði. 1965 Félagsfundur samþykkti að félagsmenn komi saman einu sinni í mánuði, nema yfir sumarmánuðina til hádegisverðar „hvort sem sérstakt tilefni væri til eða ekki". Þessi siður hefur haldist síðan og er jafnan reynt að fá utanaðkomandi aðila eða félagsmann til að halda fræðandi erindi á þessum fundum. Aðalfundur kaus Björn E. Árnason fyrsta heiðursfélaga félagsins. 1966 Félagið keypti hlut í húseigninni Hverfisgötu 106A í Reykjavík og framkvæmdir hófust við nauðsynlegar breytingar til að gera húsnæðið að félagsheimili. 1967 Stjórnarfundur var haldinn í fyrsta sinn í eigin húsnæði félagsins í apríl, en formleg opnum félagsheimilisins var í september. Á aðalfundi var gerð lagabreyting og kosin þriggja manna fræðslunefnd. Verkefni nefndarinnar var „að sjá um fræðslustarfsemi innan félagsins í samræði við stjórn þess, svo og umsjón með skjalasafni, bókasafni og húsnæði félagsins." Fræðslunefnd var síðar felld niður og stjórn yfirtók verkefni nefndarinnar til ársins 1978 þegar stjórnin skipaði sérstaka endurmenntunarnefnd. Svavar Pátsson verður formaður NRF 1968 Svavar Pálsson var tilnefndur af félaginu til að taka við formannsstarfi í Norræna endurskoðunarsambandinu til tveggja ára. Hádegisverðarfundur var haldinn í fyrsta skipti í félagsheimilinu við Hverfisgötu í nóvember. 1969 Félagsfundur í mars samþykkti að félagið skyldi ganga í Evrópusamband endurskoðenda, UEC (Union Européenne Des Experts Comptables Economiques et Financiers). Af mörgum erlendum velunnurum félagsins voru sérstaklega nefndir til sögu þeir Jakob A. Kittelsen, ritari NRF og Bjarne Niemann Olsen, framkvæmdastjóri danska endurskoðendafélagsins. Þessir tveir menn áttu mikinn þátt í að aðstoða félagið í fyrstu sporum þess í erlendu samstarfi og fyrir þann þátt var þeim báðum veitt heiðursmerki hinnar íslensku Fálkaorðu. Á stjórnarfundi var rætt um hvort tímabært sé orðið að félagið fái starfmann sem vinni að undirbúningi mála fyrir stjórnina o.fl. Aðalfundur samþykkti að kjósa nefnd til að athuga hvort möguleiki sé fyrir því að félagið beiti sér fyrir útgáfu tímarits er fjalli um málefni stéttarinnar. 20 • FLE blaðið júlí2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.