FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 23

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 23
1989 Félagsheimili félagsins var selt og andvirði sett í spariskírteini ríkissjóðs. í október hélt FLE í fyrsta sinn námskeið erlendis. Stjórn félagsins og menntunarnefnd skipulögðu námskeiðið sem haldið var í Edinborg í samráði við Félag endurskoðenda í Skotlandi. Á annað hundrað manns, félagsmenn og makar, tóku þátt. 1990 Gunnar Sigurðsson var tilnefndur af FLE til að gegna formennsku í NRF um tveggja ára skeið. Gunnar var þriðji félagsmaður FLE til að gegna þessu embætti. Aðalfundur samþykkti áform stjórnar FLE um gæðaeftirlit með frjálsri þátttöku félagsmanna. Reikningsskilanefnd félagsins var falin framkvæmd samþykktarinnar sem fékk vinnuheitið „Athugun á samræmi í gerð reikningsskila." Hugmynd kom fram um stofnun menntunar- og rannsóknarsjóðs FLE. 1991 Alþingi samþykkti f desember lög um Reikningsskilaráð. Félagið tilnefndi einn mann af fimm í ráðið. Haustráðstefna var haldin á Akureyri. Námskeið var skipulagt af endurmenntunarnefnd Félags breskra endurskoðenda í samráði við menntunarnefnd FLE. 1992 Menntunarnefnd félagsins skipulagði heimsókn í höfuðstöðvar Efnahagsbandalagsins í Brussel. Ferðin verður í minnum höfð af þeim 56 félagsmönnum og mökum sem þátt tóku. 1993 Orðanefnd félagsins, sem var skipuð af félagsstjórn á árinu 1990, gaf út „íðorðaskrá til nota við þýðingar á reikningsskilum". Félagið hóf samstarf við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands um námskeiðahald. Félagið gaf út kynningarbæklinginn „Endurskoðun og áritun á reikningsskil". 1994 Fyrsta konan Primrose McCabe valin til að gegna embætti forseta í elsta starfandi félagi löggiltra endurskoðenda í heiminum, Félagi skoskra endurskoðenda, ICAS (stofnað 1854) var gestur FLE á ráðstefnu í apríl. Félagið gaf út Handbók endurskoðenda. Frá 60 ára afmæli FLE 1995 Félagið hélt upp á 60 ára afmæli sitt með pompi og prakt. Gefið var út veglegt afmælisrit. Fram til þessa tíma höfðu 265 einstaklingar öðlast löggildingu til endurskoðunarstarfa. 1996 í ársbyrjun var skipuð nefnd til að semja nýtt frumvarp til laga um endurskoðendur. 1997 Ríkisskattstjóri tók í notkun nýtt tölvuvætt framtalsforrit fyrir rekstaraðila. Ný lög um endurskoðendur tóku gildi í júlí 1997. Þá var sett sú regla að endurskoðendum sé skylt að viðhalda menntun sinni. Stjórn FLE skipaði á árinu sérstaka gæðanefnd til að koma á virku gæðaeftirliti með starfsemi endurskoðenda hérlendis. Stofnuð var ný laganefnd til að endurskoða samþykktir FLE og samskiptareglur FLE. Reglugerð var sett um starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda. Haustráðstefna FLE var haldin í New York. Fulltrúi frá FLE sótti heimsráðstefnu endurskoðenda í París. 1998 Haldið var málþing með Lögmannafélagi íslands í janúar og var yfirskrift þingsins „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er ...".Útgáfu Álits var hætt tímabundið en útgáfa FLE frétta var aukin þess í stað. Skipaður var starfshópur til að skoða menntunarmál endurskoðenda. Embætti ríkisskattstjóra opnaði vefsíðu sína www.rsk.is. 1999 Fyrstu tillögur gæðanefndar um reglur um gæðaeftirlit voru lagðar fram. Árni Tómasson var kjörinn formaður NRF. Félagsmenn FLE þurftu í fyrsta sinn að skila inn endurmenntunareiningum. Formleg opnun á heimasíðu FLE - www.fle.is. 2000 Lagðar voru fram leiðbeinandi reglur um gæðastjórnun. Stjórn FLE blaðið júlí2010 • 23

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.