FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 25

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 25
Viðburðir á afmælisári Símon Á. Gunnarsson er formaður afmælisnefndar og löggiltur endurskoðandi hjá KPMG hf Á árinu 2007 ákvað stjórn FLE að minnast 75 ára afmælis félagsins með ýmsum hætti. Skipuð var afmælisnefnd til að annast þau verkefni sem ráðist yrði í og hefur hún starfað frá apríl 2007. Viðamestu verkefni nefndarinnar hafa verið að sjá um útgáfu á tveimur bókum, annars vegar með æviskrám endurskoðenda og hins vegar með sögu endurskoðunar hér á landi og þar með sögu félagsins í 75 ár. Teknar hafa verið saman æviskrár allra þeirra sem fengið hafa löggildinu til endurskoðunarstarfa hér á landi allt frá árinu 1929 til afmælisársins. Gunnlaugur Afmælisnefnd frá vinstri: Hrefna, Ötafur Viggó, Símon og Þorsteinn. Haraldsson, þjóðháttafræðingur, var ráðinn til að hafa umsjón með þessu viðamikla verkefni og hefur hann unnið að því að afla upplýsinga frá endurskoðendum á undanförnum misserum. Jafnframt hefur hann aflað upplýsinga um látna endurskoðendur og þá sem ekki hafa sinnt beiðnum um að gefa upplýsingar. Vinnsla æviskránna er nú á lokastigi og er stefnt að útgáfu bókarinnar í september næstkomandi. Kristján Sveinsson sagnfræðingur var ráðinn til að skrá sögu félagsins og jafnframt sögu endurskoðunar hér á landi. Tók hann við því verkefni á árinu 2009 þegar samningi var slitið við fyrri söguritara sem ráðinn hafði verið til verksins. Vegna þessa tefst útkoma þessa seinna bindis í bókaútgáfu félagsins á afmælisárinu fram á vormánuði 2011. Hugmyndin er að bækurnar myndi eina heild og verði settar í almenna sölu á næsta ári auk þess sem sala til félagsmanna og annarra hefst strax við útgáfu hvorrar bókar um sig. Til að minnast afmælisins gefur FLE jafnframt út þetta afmælisblað og einnig hefur heimasíða félagsins verið notuð til að rifja upp mola úr sögunni. Ákveðið var að á afmælisdaginn sjálfan, 16. júlí, verði haldið boð á Hótel Borg þar sem stofnun félagsins var ákveðin á sínum tíma. Er boðið einkum ætlað félagsmönnum og mökum þeirra. Afmælisráðstefna verður síðan haldin þann 24. september og verður hún opin almenningi. Forsvarsmönnum systurfélaga FLE á Norðurlöndunum hefur verið boðið til ráðstefnunnar. Auk þess munu forseti FEE, Hans van Damme, og varaforseti IFAC, Göran Tidström, verða gestir félagsins á þessari ráðstefnu og munu þeir báðir flytja erindi. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Embracing the future - learning from the past", sem lagt hefur verið út sem „Á vit framtíðar - með reynslu fortíðar". Auk erlendu gestanna munu nokkrir félagsmenn flytja erindi. Auk framangreindra viðburða er vænst til þess að félagið geti minnst 75 ára afmælisins með því að úthluta styrk úr Námsstyrkjasjóði FLE, en hann var stofnaður á árinu 2003 til að styrkja framhaldsnám í endurskoðun og reikningsskilum. Horfur eru á því að doktorsnám í reikningsskilum og endurskoðun fari af stað á komandi haustmánuðum undir handleiðslu Háskólans í Reykjavík. Með breytingum sem gerðar voru á skipulagsskrá Námsstyrkjasjóðsins í vor kemur til greina að hann styrki skólann við þetta mikilvæga skref í menntunarmálum endurskoðenda. Rétt er þó að undirstrika að þegar þetta er ritað hafa endanlegar ákvarðanir ekki verið teknar í þessum efnum. í afmælisnefnd FLE eru, auk undirritaðs, Hrefna Gunnarsdóttir, Ólafur Viggó Sigurbergsson og Þorsteinn Haraldsson. Auk þeirra var Sigurður Tómasson í nefndinni fyrstu tvö árin. Símon Á. Gunnarsson FLE blaðið júlí2010 • 25

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.