FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 29

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 29
Með bókurum hjá UNHCR í Jalalabad, við hlið mér, annar frá vinstri, er sá sem bar börnin og bókhaldið á bakinu til Pakistan. Buddah-ríkjum, svo sem í Thailand, er nú árið 2553. Og oft þurfti ég að umreikna gallon í Iftra og mílur og fet í metrakerfið. Svo voru lönd þar sem alltaf var erfitt að vinna þar sem þjóðarsálin var neikvæð og mér fannst allt gert til að gera vinnuna erfiða. Með rannsóknarhóp frá ESB og fleirum í Angóla Þó að ég hafi oft verið að fiska eftir upplýsingum og merkjum um misferli, sá ég oftar að fólk reyndi sitt besta og lagði sig fram. Einum bókara man ég eftir í Afghanistan sem hafði flúið í skyndi til Pakistan undan Talibönum. Hann hafði gengið yfir fjallaskarð með fjölskyldu sína (stóran barnahóp eins og títt er þar um slóðir), en líka með bókhaldið og tékkhefti í poka á bakinu. Pokanum skilaði hann til skrifstofunnar í Pakistan. f einni af fyrstu vinnuferðunum, endurskoðaði ég lítið verkefni í Sómalíu sem var fjármagnað af umhverfisstofnun SÞ. Það tók tvo daga að finna verkefnisstjórann sem var prófessor við háskólann í Mogadishu. Hann var mjög jákvæður þegar ég loksins hafði upp á honum og sagðist vera með bókhaldið á hreinu. Daginn eftir kom hann með skókassa, fullan af nótum, reikningum og pappírum en engin önnur bókhaldsgögn. Ég sat sveittur yfir þessu í einn dag og handskrifaði þetta upp Fundur i Sierra Leone á einfaldan hátt. Öllum peningunum hafði verið eytt, en það vantaði einhverjar nótur, því upphæð styrksins hafði verið hærri en heildarupphæð reikninganna. Ég fékk svo engar skýringar og verkefnisstjórann fann ég ekki aftur. Yfirmaður Þróunarhjálparinnar í Sómalíu ráðlagði mér að Með öldungaráði Afghana íAustur Iran snúa aftur til Nairobi, og þar var ég kallaður á teppið; forseti Sómalíu hafði kvartað yfir þessum endurskoðanda sem væri að hnýsast í mái sem honum kæmu ekki við. Það var oft mjög viðkvæmt hvernig maður talaði við fólk, í múslimalöndum gátu menn misst hönd jafnvel höfuð ef þeir voru uppvísir að misferli eða stuldi. I Asíu máttu menn ekki vamm sitt vita, misstu ella andlitið, eins og sagt er. En þá var úti um alla samvinnu. Litiðtil baka íslenska starfsþjálfunin og löggildingin reyndust mér gott veganesti þau 28 ár sem ég starfaði í innri-endurskoðunardeild SÞ. Vil ég þar fyrst nefna að ég tók löggildingarheitið mjög alvarlega og hafði það alltaf að leiðarljósi. Svo kom það sér vel að hafa þjálfast í handfærðu bókhaldi og að hafa fylgt þróuninni í vélfært bókhald og þaðan í tölvur. Að þessu leyti stóð ég framar mínum kollegum þegar ég mat og sannreyndi FLE blaðið júlí2010 • 29

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.