FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 31

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 31
Inntir eftir helstu kostum og göllum starfsins, nefndi Ásbjörn fjölbreytnina sem einn af kostum þess. í þessu starfi fælust líka mikil samskipti við ólíka einstaklinga og reynslan af þeim samskiptum væri ómetanleg og nýtist bæði í starfinu og lífinu almennt. Þá nefnir hann að möguleikar á faglegri endurmenntun væru stöðugt að aukast og að tækifærin til þess að bæta við sig þekkingu séu fyrir hendi, þannig að óþarfi er að staðna og missa áhugann. Ókostur er hins vegar að yfirleitt er mikil tímapressa á verkefnunum. Þótt vinnutími geti verið sveigjanlegur þá er það tímarammi verkefna sem er húsbóndinn. Þeir telja það líka ókost hvað lagaumhverfið er á fleygiferð með örum og oft illa ígrunduðum breytingum og þótt það sé verkefnaskapandi, er erfitt að starfa í slíku umhverfi. Stéttin glímir við það vandamál að það er ríkjandi vanþekking á verkefnum og hlutverki hennar og aðgreining stéttarinnar frá öðrum aðilum sem sinna verkefnum á sviði reikningsskila og bókhalds er ekki nægjanlega skýr í huga almennings. Af þeim sökum fá endurskoðendur oft að ósekju gagnrýni. Umræða um ábyrgð endurskoðenda hefur aukist eftir hrunið og mikilvægt er að sú umræða fari fram á faglegum nótum og að menn varist sleggjudóma. Umfjöllun eftir hrunið hefur einnig vakið umræður um ábyrgð og skyldur stjórnarmanna félaga og mun sú umræða vonandi auðvelda samskipti endurskoðenda við stjórnir þeirra þar sem þær geri sér e.t.v. betur grein fyrir ábyrgð sinni og skyldum annars vegar og ábyrgð og skyldum endurskoðandans hins vegar. Þeir voru sammála um að vinnustaður þeirra væri skemmtilegur og samstarfsfólkið frábært og í raun merkilegt hvað margt efnilegt ungt fólk getur hugsað sér að vinna hjá endurskoðunarfyrirtækjunum miðað við hvað stéttin hefur almennt verið talin óspennandi og leiðinleg. Spurðir út í framtíðina, sagðist Ásbjörn sjá starf endurskoðenda þróast þannig að sérhæfingin verði meiri. Hann benti á að nú væru próf til löggildingar í endurskoðun þannig að eingöngu væri lagt fyrir eitt próf þar sem megináherslan væri lögð á endurskoðunina og minni áhersla á aðra þætti svo sem þekkingu á skattalögum. Þetta getur orðið til þess að við fáum endurskoðendur sem eru „leikmenn" í skattamálum en ekki sérfræðingar. Sérfræðiþekkingin væri þá hjá lögfræðingum sem geta verið með ólíka nálgun á viðfangsefnið og hafa aðra menntun að baki. En er það rétt leið að aðskilja til dæmis reikningsskilaþekkinguna og skattaþekkinguna, það eru þeir ekki svo vissir um. íhaldssamt viðhorf, sem oft einkennir endurskoðendur, þekking á reikningsskilum og glöggskyggni þeirra á tölur eru atriði sem viðskiptavinir horfa til þegar upp koma álitamál tengd sköttum. Margir viðskiptavinir gera kröfu um víðtæka þekkingu endurskoðanda síns og aukin sérhæfing mun fyrst og fremst nýtast í stærri verkefnum og þjónustu við stórfyrirtæki bæði innlend og erlend, þótt þeim innlendu hafi því miður stórlega fækkað að undaförnu. Þessi menntun verður áfram eftirsóknarverð vegna þess að með henni er aflað víðtækrar þekkingar sem nýtist víða. Sú þróun mun halda áfram að endurskoðendur starfi í ríkara mæli fyrir utan endurskoðunarstofurnar, ekki hvað síst til þess að forðast þá ábyrgð sem fylgir störfum á stofu, bæði faglega og fjárhagslega. Þegar þeir voru inntir eftir lífinu utan vinnu var Friðbjörn snöggur til svars og sagði EKKERT. Þetta reyndist svo ekki alveg rétt. Hann á sumarhús á Siglufirði og skreppur í veiði þegar færi gefst. Hann er líka orðinn afi og á tvær afastelpur og spilar á gítar í rokkhljómsveit og spilaði badminton stíft í mörg ár. Ásbjörn sagði Ijóst að það væri líf utan vinnu og hann væri í alls konar sporti, badminton, knattspyrnu og golfi og er forgjöfin núna 23. Þeir bræður voru sammála um að þeir forðuðust að tala um vinnuna fyrir utan stofuna, enda væru þeir að vinna með viðkvæmar upplýsingar sem væru trúnaðarmál og ágæt regla að gefa vinnunni frí þegar komið er í annað umhverfi. Endurskoðendahjónin, Hrefna og Kristján Fulltrúi Kynningarnefndar tók þau hjónin Hrefnu Gunnarsdóttur og Kristján Björgvinsson tali í húsi þeirra í nýju hverfi langt uppi í uppsveitum Kópavogs. Hrefna er alin upp í Kópavogi og Kristján í Reykjavík. Þau hjónin eru bæði endurskoðendur, hann útskrifaður 1994 en hún 1996. Blaðamaður vildi forvitnast um hagi þeirra og leitaði því til þeirra með nokkrar spurningar. Hrefna og Krístján ásamt börnum sinum Hvernig erþað Hrefna af hverju valdir þú þennan starfsvettvang og höfðu tengsi þín við maka áhrif á það? „Þegar ég valdi endurskoðunarsviðið á 4. ári í viðskiptafræðinni horfði ég m.a. til þess að hafa sem flesta möguleika opna að lokinni útskrift. Eftir útskrift var Kristján búinn að ráða sig til starfa á endurskoðunarskrifstofu en mér var sagt af endurskoðanda að það væri algjört óráð að við færum bæði að vinna á endurskoðunarskrifstofum. Eftir að hafa starfað í nokkra mánuði hjá ríkinu bauðst mér hins vegar starf á endurskoðunarskrifstofu sem mér þótti spennandi og ég sló því til." Þegar Kristján er inntur eftir sömu spurningu þá svarar hann því að hann hafi verið í vafa með hvort hann ætti að fara á fjármálasvið eða í endurskoðun en valdi það síðarnefnda út FLE blaðið júlí2010 • 31

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.