FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 32

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 32
af því að það væru meiri möguleikar í endurskoðuninni og gott starfsnám henni tengt. 15 árum síðar hefði hann farið aftur á skólabekk og farið í framhaldsnám í fjármálum." Nú starfið þið hvorug sem endurskoðendur. Hafði starfsálagið áhrif á það? „Já alveg örugglega. Þau ár sem við störfuðum bæði á endurskoðunarskrifstofum var vinnuálagið mjög mikið fyrstu 6 mánuði ársins og má segja að við höfum skipt helgunum og kvöldunum á milli okkar, annað okkar vann á laugardegi og hitt á sunnudegi auk þess sem sonur okkar fékk oft að gista hjá ömmu og afa í miðri viku þegar álagið var mest svo við gætum bæði unnið á kvöldin. Við hjónin sáumst því aðallega í dyragættinni heima þegar við skiptumst á vöktum. Þegar kom að því að sonur okkar átti að hefja skólagöngu þá ákváðum við að minnka við okkur vinnu til að geta sinnt honum betur." Kristján hætti í endurskoðuninni og Hrefna minnkaði starfshlutfall utan háannatíma. Þegar Hrefna ákvað að breyta um starfsvettvang hafði Kristján starfað utan fagsins í nokkur ár og þó starfið væri bæði áhugavert og skemmtilegt þá horfði hún öfundaraugum til þess að eiga svo til alltaf frí um helgar. Ástæðan fyrir því að Hrefna hætti störfum sem endurskoðandi var þó miklu frekar áhugi á að breyta til og prófa að starfa hinum megin við borðið. Væntingar til námsins? Þegar þau hjónin eru innt eftir því hvort námið hafi staðið undir væntingum þá taka þau vel undir það. Kristján segir að þetta hafi verið góður skóli og dýrmæt reynsla ásamt því að verkefnin hafi verið mjög fjölbreytt. Að mati Hrefnu stóð námið að mestu undir væntingum þó það hefði verið örugglega til góða að hafa starfað á endurskoðunarstofu samhliða náminu og hún telur að starfsnám hefði verið æskilegt eins og var í lagadeildinni á sínum tíma. „Við eignuðumst frumburð okkar í lok nóvember á 4. ári og eftir það skiptum við tímamætingu að hluta til á milli okkar- man að ég fékk flesta endurskoðunartímana og var mætt þar um leið og ég losnaði af fæðingardeildinni. Til að létta okkur vinnuna á 4. ári lásum við valfögin utanskóla um sumarið og tókum prófin áður en haustönnin á 4. ári hófst. Það kom okkur heldur betur til góða um vorið þegar sonur okkar veiktist og var lagður inn á gjörgæslu um það leyti þegar prófin voru að byrja. Við vorum heppin því valfögin voru til prófs í upphafi próftímabilsins á sama tíma og sjúkrahúsdvöl sonarins." Þau hjónin hafa mismunandi skoðun á því hvort þau sjái sig fyrir sér starfandi sem endurskoðendur í framtíðinni. Hrefna játar því og segist stundum sakna uppgjörsvinnunnar og kikksins sem því fylgir að klára uppgjör og loka vinnumöppunni. Henni fannst alltaf skemmtilegast þegar mest var að gera þó vinnuálagið hafi verið mikið. Starfsvettvangur innri endurskoðunar er að hennar mati heillandi og er frábært að kynnast því góða starfi sem unnið er hjá Félagi um innri endurskoðun og einnig hjá alþjóðlega félaginu IIA. Eiginmaðurinn er þó ekki á sömu skoðun um að hann fari aftur á starfsvettvang endurskoðunar þó svo hann viðurkenni að hafa gaman að því að koma að uppgjörum af og til. Næsta spurning snéru að því hverjir væru nú helstu kostlr og gallar starfsumhverfis endurskoðenda að þeirra mati hvað varðar vinnutíma, álag og samræmingu vinnu við einkalíf. Að mati Hrefnu eru kostirnir fyrst og fremst skemmtilegt og fjölbreytt starf. „Auðvitað komu leiðinleg verkefni inn á milli en maður vissi alltaf að þeim mundi Ijúka og þá tæki eitthvað skemmtilegra við. Sveigjanlegan vinnutíma hef ég líka metið sem verulegan kost enda höfum við haft þann háttinn á s.l. 17 ár að ég byrja vinnudaginn kl. 7 á morgnana og hef því verið laus fyrr á daginn. Reyndar var það svo að þegar Kristján var hættur störfum á endurskoðunarskrifstofu fór ég oftast aftur í vinnuna um kl. 17 þegar hann kom heim frá vinnu. Ég hef líka verið mjög heppin með mína vinnustaði þar sem ég hef átt mjög góða vinnufélaga og vinnuaðstaða verið mjög góð." Kristján var sammála þessu og gat þess að vinnutíminn hafi geta verið nokkuð sveigjanlegur en aftur á móti hafi vinnuálagið verið fullmikið á ákveðnum tímum rétt eins og í öðrum störfum. Hvernig sjáið þið starf endurskoðenda þróast í framtíðinni?,, Það þarf að skipta endurskoðendum upp í tvo flokka eins og oft hefur verið rætt um, annars vegar þá sem eru að endurskoða í reynd og hins vegar þá sem eru í „ráðgjöf" og uppgjörsmálum" er haft eftir Kristjáni. Hrefna telur að störf endurskoðenda muni halda áfram að sérhæfast. Á þeim tíma þegar hún var að byrja í faginu var ekki mikið um að lögfræðingar störfuðu á stofum og voru því samskipti við skattstofur talsverður hluti af starfinu. Starfið var því blanda af skattskilum, reikningshaldi og endurskoðun. Þetta hefur gjörbreyst og á sjálfsagt enn eftir að þróast til meiri sérhæfingar. Hvernig er lífið utan vinnunnar hjá ykkur hjónum? „Fjölskyldan og áhugamálin eru samtvinnuð. Við eigum 2 börn, 22 ára gamlan son og 13 ára dóttur. Sonurinn æfði fótbolta með Breiðablik til margra ára og síðan tók dóttir okkar við. Breiðablik er því okkar félag auk þess sem við erum miklir aðdáendur Skólahljómsveitar Kópavogs og þess góða starfs sem þar er unnið. Öll fjölskyldan spilar golf og þykir okkur nauðsynlegt að hafa golfsettin með í ferðalögum. Við erum heimakær og finnst fátt betra en að halda okkur innan Kópavogsins." Að þessum lokaorðum loknum kveður „blaðamaður" og þakkar þeim heiðurshjónum fyrir ánægjulegt spjall. Endurskoðandi eins og pabbi - feðgarnir Einar og Friðrik Máltækið segir að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Skyldi það vera svo í þeim tilfellum þar sem börn endurskoðenda hafa farið að þeirra fordæmi og gerst endurskoðendur? Við tókum feðga í endurskoðendastétt tali til að forvitnast um þeirra hagi hvað þetta varðar. Á vegi okkar urðu þeir feðgar Einar Sveinbjörnsson og sonur hans Friðrik Einarsson. Einar er fæddur árið 1952 og fékk löggildingu sem endurskoðandi árið 1994, árið sem Friðrik var fermdur. Friðrik fékk löggildinguna fyrr á þessu ári. 32 • FLE blaðið júlí 2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.