FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 35

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 35
60%. Hinsvegarfækkar þeim hlutfallslega sem starfa við fagið utan stóru stofanna þriggja og hefur hlutfall þeirra lækkað á 10 árum úr 31% árið 2000 í 24% árið 2010. Aðrar stofur og einyrkjar Um fjórðungur félagsmanna í FLE telst vera samkvæmt ofangreindri skilgreiningu „Aðrar stofur og einyrkjar" eða með öðrum orðum vinna ekki á stóru stofunum þremur. Innan þessarar skilgreiningar eru ekki sjálfstæðir rekstrarráðgjafar og stoðfyrirtæki svo sem Fjárstoð og Fjárvakur. Einungis eru hér aðilar sem titla vinnustað sinn sem endurskoðunarstofu með einum eða öðrum hætti. Hvar verða félagar í FLE ? Á tímabilinu 2005 til 2010 fóru 25 einstaklingar úr faginu (nettó) annað hvort til annarra starfa og eða létu almennt af störfum sökum aldurs. Á sama tímabili komu að félaginu tæplega 90 nýútskrifaðir einstaklingar auk nokkurra sem skráðu sig í félagið sem voru ekki í því áður. Milli áranna 2006 og 2010 fjölgaði félagsmönnum um 60 eða um 20%. Til samanburðar fjölgaði í félaginu um 40 milli 1996 og 2000 eða um 18%. Jöfn fjölgun félagsmanna eða um 5% á ári er því ánægjuefni fyrir stéttina sem heild auk þess sem þó nokkur meirihluti þeirra sem útskrifast eða 72% vinna við fagið á endurskoðunarstofu einu til fimm árum eftir löggildingu. Þó hlýtur það að teljast varasöm þróun að þeir einstaklingar sem útskrifast með löggildingu í endurskoðun og hafa hugsað sér að starfa við fagið hafi einungis um þrjá til fjóra vinnustaði að velja. Slík einsleitni getur hvorki verið stéttinni né faginu til framdráttar. Eymundur Sveinn Einarsson Úr félagslífinu Credit liðið á sumarráðstefnu 1991. Slakað á í heita pottinum eftir leik. Á flöt i Skotlandi og kirsuberjatrén i blóma. Keppt er um veglegan bikar í meistaramóti FLE. FLE blaðið júlí2010 • 35

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.