FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 39

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 39
Hörður: Helstu kostirnir eru klárlega sveigjanlegur vinnutími, einnig sakar ekki að mórallinn f vinnunni er mjög góður. Helsti „gallinn" við þetta er kannski sá að það er alltaf nóg að gera og því getur verið svolítið snúið að samræma vinnuna og einkalífið. Maður upplifir þetta stundum eins og með heimalærdóminn þegar maður var í skóla. Maður er kannski heima að horfa á sjónvarpið en veit að maður gæti verið að læra (vinna). Erik: Helstu kostir starfsins eru sveigjanleiki í vinnutíma og fjölbreytileiki í verkefnum. Gallarnir eru helst vinnuálagið sem getur verið ásamt meðfylgjandi kvöld- og helgarvinnu. Hefurðu sérhæft þig á einhverju sérstöku sviði (endurskoðun, reikningsskil, skattskil, atvinnugreinar o.sv.frv.)? Hjördís: Ég hef sérhæft mig í úrtaksaðferðum og verið í innleiðingarhópi eAudlT, sem er rafrænt vinnuumhverfi hjá KPMG. Davíð: Það má segja að mín sérhæfing sé í fjármálageiranum, hvort sem um er að ræða endurskoðun aðila í þessum geira eða reikningsskil þeirra. Hörður: Það vill svo til að fyrirtækin sem ég er með eru mjög fjölbreytt þannig að ég hef ekki farið að sérhæfa mig neitt enn sem komið er. Erik: Sérhæfing mín hefur einna helst verið á sviði endurskoðunar. Hvernig sérð þú starf endurskoðenda þróast í framtíðinni? Hjördís: Það eru miklar breytingar núna hjá KPMG þar sem við erum að fara að vinna í rafrænu umhverfi, þetta hefur auðvitað mikil áhrif á starfið okkar. Störf endurskoðenda taka einnig sífelldum breytingum í takt við viðskiptalífið Davíð: til að svara þeim kröfum sem til fagsins eru gerðar sem gerir starfið spennandi. Úff.... erfið spurning.... sérstaklega í dag þegar stéttin stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum. Ég tel það líklegt að kröfur á stéttina muni aukast töluvert í náinni framtíð en starfið og hlutverk okkar mun í sjálfu sér ekki breytast. Töluverðan tíma mun taka fyrir stéttina að öðlast það traust aftur sem hún hafði fyrir svokallað hrun en ég er sannfærður um að stéttinni muni takast það með tímanum. Hörður: Ætli það verði ekki meira sjálfbært gagnsæi í greininni þar sem vinnubrögð verða meira straumlínulöguð til að ná fram hámarksafköstum með lágmarkskostnaði. Erik: Auknar kröfur og flóknara regluumhverfi mun að mínu mati kalla á aukna sérhæfingu innan stéttarinnar í framtíðinni. Lífið utan vinnunnar (áhugamál, fjölskylda og fleira)? Hjördís: Ég er í sambúð með Snæbirni Konráðssyni og eigum við dótturina Helenu Ásu sem er eins og hálfs árs. Helstu Davíð: áhugamál eru að eyða tíma með fjölskyldunni, ferðast, snjóbretti, lesa bækur og hitta vini. Ég er giftur og á þrjú börn, tvö með núverandi konunni minni og átti eitt fyrir. Ég er mikið fyrir Skvass og ég Hörður: hleyp töluvert. Ég er í sambúð með Emilíu Benediktu Gísladóttur og við eignuðumst okkar fyrsta barn (strák) þann 1. maí síðastliðinn. Annars þá er ég að spila með Þrótti í fótbolta og reyni að spila golf þegar tími gefst til, sem ég býst ekki við að verði mikill á komandi misserum. Erik: Nýt þess að eiga góðar samverustundir með fjölskyldunni, horfa á kvikmyndir og lesta bækur. FLE blaðið júlí2010 • 39

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.