Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 87
79
í þeim eiginleika að geta safnað verulegum forða í formi
fituvefjar undir húð og umhverfis innyfli. Uppsöfnun og nið-
urbrot fitu á víxl er jórturdýrum því eiginlegt.
Miklum afurðum, þó ekki séu á borð við þær, sem nefndar
hér að ofan, verður ekki náð nema með mjög hraðri umsetningu
fóðurs, ef tryggja á að skepnan nái að innbyrða þá orku, sem
hún þarf. Til þess þarf fóðrið að vera mjög auðgerjanlegt og
umsetning fóðurs er ekki takmarkandi fyrir afurðir þar sem
uppistaóan i fóðrinu er kjarnfóður (Örskov 1930).
Þar sem trénisrikt fóður er að hluta uppistaðan í fóðri
jórturdýra, þá er það hinn langi gerjunartimi trénisins i vömb-
inni sem takmarkar umsetningu og átgetu og þar með afurðir.
Við þær aðstæóur, sem eru t.d. ríkjandi hér á landi, hlýtur
athyglin að beinast að eftirfarandi atriðum til hagkvæmari fóðr-
unar og aukinna afurða.
1. Aukning átgetu.
2. Forðast óþarfa gerjunartap á orku og próteini i vömbinni
t.d. með því að velja kjarnfóður meó tilliti til teg-
undasamsetningar og meðhöndlunar þannig að gerjunin sé
hagstæð skepnunni, en jafnframt sleppi hluti af próteini
og auðmeltanlegum kolvetnum i gegnum vömbina.
3. Örva myndun örverupróteins i vömbinni.
Allir þessir þættir hafa áhrif hver á annan innbyrðis. T.d.
hefur magn og samsetning á þvi próteini sem meltist og sogast
inn i blóðið frá mjógirni áhrif á átgetu eins og síðar verður
vikið að.
Gerjun á sterkju og auðuppleysanlegum kolvetnum i vömbinni
er orkulega séð óhagstæó, þar sem skepnan fengi um 11-30% meiri
orku, ef þessi efnasambönd væru melt í mjógirni (Leng 1932).
Auk bess getur gerjunin oróið mjög hröó og sýrustig i vömbinni
fallió það mikið aó það dragi úr trénismeltingu og þar meó gróf-
fóðuráti. Niðurbrot á próteini i vömbinni þýðir ekki aðeins
tap á próteini, heldur fengi skepnan um 30% meiri nettóorku úr
þvi próteini sem melt er i mjógirni en þvi sem gerjast i vömb-
inni með myndun rokgjarnra fitusýra (Hogan 1982).
Það er ætlunin að fjalla í þessu erindi aðallega um þann
þátt próteinfóðrunar jórturdýra, sem lýtur að efnaskiptum pró-
teins og aminósýra i vefjum likamans en ekki þá þætti er varða
meltingu próteins og starfsemi örverugróðurs í meltingarveginum.