Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 218
210
Núna þegar margir bændur hafa áhuga á að nýta gömul hús
og byggja smáhýsi til útleigu, þá sjá þeir aó mörg félagasam-
tök eru búin að kaupa heilu jarðirnar undir orlofshús. Fél-
agasamtökin borga engan fasteignaskatt af jöröum sinum, þannig
að þau leggja ekkert af mörkum til sameiginlegrar þjónustu,
svo sem brunavarna og sorphreinsunar. - Leiga húsanna til
félagsmanna er mjög lág, niðurgreidd af félagsgjöldum. Bændur
eru langt frá þvi aó vera samkeppnisfærir við félagasamtökin
um að leigja út smáhýsi frá jörðum sínum.
Vióa sjáum við slæm dæmi um skipulagslausa sumarbústaða-
byggð, þar sem litið er eftir af aðdráttarafli staóarins sem
fólkió laóaðist fyrst að. Húsin standa svo þétt aó sambýlið
veróur þrengra en i borginni. Ósamræmi, slæmur arkitektúr og
tillitslaus staðsetning ráóa rikjum.
Hér er mikil þörf á stjórnun og góóri samvinnú á milli
byggingarfulltrúa, bænda og þeirra sem reisa bústaðinn.
Skipuleggja verður svæðið fyrirfram, en ekki selja skika og
skika eftir þvi sem hentar hverju sinni.
Ferðaþjónustan er atvinnugrein margra, þó að bændur séu
i sérstakri aðstöóu sem landeigendur og söluaðilar ýmis konar
hlunninda, svo sem leigu á landi, veiðileyfa, hestaleigu og í
mörgum tilfellum gistiaðstöðu. Bændur verða að hafa góða sam-
vinnu við aðra, sem vinna að feróamálum eins og ferðaskrif-
stofur og hóteleigendur, þannig að visað sé á þá og að þeir
einangrist ekki með sina gistiaóstöðu.
Það vantar aukinn skilning á nauósyn allsherjarskipulags
fyrir hvert héraó á uppbyggingu ferðamála. Hér kemur til
kasta feróamálaráðanna sem verió er að stofna viða um landió.
Þar veróa bændur á hverjum stað að eiga fulltrúa og vera mjög
virkir, ef ekki á aö ganga á rétt þeirra. Uppbygging á ferða-
málum má aldrei verða leitandi og skipulagslaus. Það verður
að marka stefnuna fyrir allt héraöið og leita faglegrar hjálp-
ar. Samvinna dregur úr óhóflegum útgjöldum hjá hverjum ein-
stökum bónda og spornar gegn þvi að bændur innan sama héraðs
verði samkeppnisaóilar meó sömu þjónustu. Það sem vakti mesta
athygli mina úti i Noregi i haust, var hversu náin og góð sam-
vinna er á milli hótela og bænda i nágrenninu sem eru með