Ráðunautafundur - 11.02.1985, Qupperneq 253
-243-
úr þvi, aö kálfum sé slátrað nýfæddum. Vaxandi kröfur bænda um
afuróasamar, gallalausar mjólkurkýr hefur leitt til þess, aö
meðalaldur kúa hefur stytzt. Kjötgæöi hafa þvi aukizt af þessari
ástæöu, en einnig þeirri, aö vaxtarlag mjólkurkúa hefur batnaö
og holdsemi aukizt. Kýrkjöt er þvi nú verðmeira en áður var,
þegar meginhluti verðs til bænda fór i sláturkostnaö, enda hafa
kýrnar stækkaö og þyngzt. Þessi atriöi og fleiri gera þaó eðli-
legt, að endurskoðunar kjötmatsreglna sé þörf.
Til að hafa eitthvað nýlegt i höndunum um nautakjöt og
kynnast viðhorfi neytenda til þessarar vöru ákvað nefndin skömmu
eftir, aó hún tók til starfa, aó efna til sýningar i Reykjavik
á eins góóu nautakjöti og fáanlegt væri. Var aflaó upplýsinga
um það, hvar holdablendingar og islenzk geldneyti á heppilegum
aldri til slátrunar væri að finna i nálægum héruðum. Var siðan
samið við nokkra bændur um að fá hjá þeim sláturgripi á mismun-
andi aldri og beim leiðbeint um fóðrun fram að slátrun. Þessi
sýning, sem haldin var i byrjun marz 1983, var nýjung og hin
merkasta. Hún stóð yfir eina helgi, var ágætlega sótt, hlaut
veróskuldaða athygli og mæltist vel fyrir hjá sýningargestum.
Svöruðu raargir þeirra spurningalista um nautakjöt og kaup og val
á þvi. Framleiósluráð landbúnaóarins bar kostnað af sýningunni
svo og af gagnasöfnun um stóran hóp ungneyta, sem verið var að
ala til slátrunar á Suóurlandi sama vetur. Þessara gagna aflaói
Halldór Eiósson, liffræóingur, og hefur skýrsla hans verió birt
i Arbók landbúnaóarins. Til þessa ráðs var gripið til að fá
einhver nýleg gögn um gripi, alda til slátrunar, þar sem rann-
sóknir eru rýrar og nær engar siðasta áratuginn.
1 grein, sem nefndist Kjötgæði og flokkun nautakjöts og
birtist i Handbók bænda 1983 (bls. 294-300), ræði ég að nokkru
um breytt v-iðhorf gagnvart kjötmati, sem rutt hefur sér rúms i
Vestur-Evrópu hin siðari ár. Er það i þvi fólgið að hverfa beri
frá almennu mati á nautakjöti, þar sem reynt er að sameina i
hverjum matsflokki ólika hluti svo sem skrokklag og vöðvaþykkt
annars vegar og fitu hins vegar. Beri fremur að meta hin ýmsu
einkenni hvert i sinu lagi. Væri þá gefin einkunn fyrir fitu
sér og vöðvafyllingu og skrokklag sér, hvort tveggja metið á
nokkrum stöðum á skrokknum. Búfjárræktarsamband Evrópu, EAAP,
hefur beitt sér fyrir samræmingu á flokkum i samræmi við þessi