Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 242
-234-
Yfirleitt finnst ekkert eða sáralítið af aðskotaefnum í kjöti, en listi þessara efna
er langur og vekur óhug neytenda og umfjöllun um mengunarslys, lyfjamisnotkun og
hormónastríð veldur því að viðhorf þeirra til kjöts verður neikvætt.
Við viljum trúa því að íslenksk matvæli séu hrein og ómenguð. Þær fáu mælingar
sem hafa verið gerðar á aðskotaefnum benda til það sé rétt.
Chernobyl-slysið hafði engin áhrif hér á landi. Magn þungmálma í sjávarfangi og
kjöti er með því minnsta sem gerist í heiminum. Ráðstafanir voru gerðar til að halda
niðri magni hugsanlegra krabbameinsvaldandi efna í reyktu kjöti. PCB í mjólk og
smjöri reyndist mjög lítið og eftirlit með lyfjaleifum í mjólk er mjög gott. Hafnar
eru mælingar á lyfjaleifum í eldisfiski.
Aftur á móti hafa engar mælingar verið gerðar á öðrum aðskotaefnum og mælingar
á kjöti eru langt á eftir því sem gerist í mjólkinni. Viðskiptalönd okkar munu innan
örfárra ára krefjast vottorða um að kjötið sem til þeirra er flutt sé laust við lyf og
hormóna.
UNNAR KJÖTVÖRUR
Eins og áður kom fram má skipta kjötiðnaði í eftirfarandi þætti :
1. Brytjun, úrbeining, hökkun og pökkun.
2. Framleiðsla á söltuðu og reyktu kjöti.
3. Framleiðsla á farsvörum.
4. Framleiðsla á niðurlögðum og niðursoðnum vörum.
5. Framleiðsla á tilbúnum réttum.
Jafnlitið er til af sölutölum fyrir unnar kjötvörur og mikið er til af tölum fyrir
hráefnin. Hér verður ekki farið frekar út í brytjun, úrbeiningu og niðursuðu heldur
fjallað um hefðbundnar kjötvörur og lítillega um framleiðslu á tilbúnum réttum.
SALTAÐAR OG REYKTAR KJÖTVÖRUR
Saltaðar og reyktar kjötvörur er alltaf úr einni kjöttegund. Þær eru annað hvort úr
heilum kjötstykkjum og vöðvum eða brytjuðum vöðvum eftir því hvaða söltunaraðferð
hefur verið notuð við framleiðslu þeirra. í aukefalistanum eru þær flokkaðar sem
reyktar og saltaðar vörur og sem álegg úr kjötbitum.
f fyrri flokknum eru vörur eins og hangikjöt, saltkjöt, londonlamb, beikon,
skinkur úr heilum vöðva, hamborgarahryggur, saltað og reykt hrossakjöt o.fl.
í seinni flokknum eru fitusnautt hangiálegg, rúllupylsa, soðin skinka o.fl. vörur.
Margar nýjar vörutegundir hafa verið þróaðar í þessum flokki. Ástæðurnar eru hertar
kröfur heilbrigðisyfirvalda um hollustu, hagkvæmari framleiðsluaðferðir og breyttur
smekkur neytenda. Hangikjöt er gott dæmi um þessa þróun. Sjá 2. töflu.