Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 96
-86-
Ljóst er að með aukinni bústærð fækkar þeim sem að
frumframleiðslu vinna og vissulega hefur þetta mótað skoðanir
margra. Byggðasjónarmið hafa þannig haft áhrif á skoðanir
manna og þar af leiðandi hefur verið og er hætta á að
búvörur séu látnar standa undir kostnaði af byggðastefnu.
Almennt verður að svara þeirri spurningu játandi að
stærri búin séu hagkvæmari rekstrareiningar, en þó innan
vissra marka. Fjölskyldubúskapur hefur verið það snið á
búskap, sem mest hefur verið stundaður. Heppileg stærð á
kúabúi hefur verið talin 100.000 120.000 ltr. af mjólk, sé
það vel upp byggt og haganleg fyrir komið (4).
í sauðfjárrækt er vinnuálag mjög misjafnt eftir
árstiðum og vinnuálag £ mai takmarkar bústærðina.
Aukið athafnafrelsi i hefðbundnum búgreinum er krafa sem
ekki má lita fram hjá. Sala á fullvirðisrétti milli bænda var
stöðvuð i des. 1988. Sú ákvörðun hefur verið umdeild, þar sem
hún hindrar möguleika til hagræðingar og flutnings á
framleiðslurétti til þeirra, sem betur búa eða hafa betri
aðstöðu til framleiðslu. Eftirspurn eftir framleiðslurétti
hefur verið mikil, sem gefur til kynna að hagræðingar-
möguleikar séu töluverðir.
AÐ SÍÐUSTU
Hvernig tryggja má betur heyöflun og heygæði er
spurning, sem stöðugt er þörf á að spyrja. Er sú nýja
heyskaparaðferð (rúllubaggaverkun), sem nú hefur rutt sér til
rúms, hagkvæm eða ekki?. Því verður ekki svarað hér, en þessi
tækni er dæmi um breytt vinnubrögð, sem þegar hefur haft
áhrif á búskap hér á landi. Slik framþróun á sér stöðugt stað
þó ekki sé hún jafn áberandi og þessi. Framleiðni vinnuafls
hefur aukist mest við heyöflun og mjólkurframleiðslu, af þeim
þáttum, sem skoðaðir voru. f sauðfjárrækt hefur gætt
stöðnunar, en taka verður tillit til þess mikla samdráttar,
sem átt hefur sér stað i sauðfjárræktinni. Slikt mun
hinsvegar veikja samkeppnisstöðu kindakjöts á kjötmarkaðnum.
Kjúklinga- og svinabændur hafa nýtt og munu nýta sér
stærðarhagkvæmni með aukinni tækni og vinnuhagræðingu.
Stærðarhagkvæmni minnkar eða hverfur sé byggt upp á
aðfengnu lánsfé nær eingöngu. Bylting £ landbúnaði er ekki