Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 151
143
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Áhrif grastegunda og aldurs kúa á át og afurðir
Gunnar Ríkharðsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Stóra Ármóti
INNGANGUR
Þar sem mjólkurframleiðsla byggist að stórum hluta á heyfóðrun eins og á Islandi skiptir efna-
innihald og lystugleiki heysins mjög miklu máli, en þeir þættir ráðast mest af sláttutíma,
áburðargjöf, verkun og grastegundum. Nauðsynlegt er að kanna fóðrunarvirði (efnainnihald,
át, afurðamyndun) mismunandi grastegunda svo hægt sé að hafa þær upplýsingar til hliðsjónar
þegar bændum er ráðlagt um val á grastegundum til ræktunar en litlar rannsóknir hafa til þessa
verið gerðar hérlendis á fóðrunarvirði grastegunda fyrir mjólkurkýr.
Þegar bera á saman mismunandi tegundir grasa þá vakna alltaf spumingar eins og á
hvaða tíma á að slá grasið, hefur það allt vaxið á svipuðu landi og hafa túnin fengið sambæri-
lega meðferð. Allt þetta verður að hafa í huga svo menn séu í raun að prófa mun á milli
grastegunda en ekki eitthvað allt annað. I mörgum tilfellum er þó ekki hægt að uppfylla öll slík
skilyrði og á það við um þá athugun sem hér er greint frá. Ljóst er að þær grastegundir sem
bomar vom saman í þessari athugun komu t.d. af mjög mismunandi landi eins og síðar verður
lýst.
Markmið athugunarinnar var að bera saman hversu mikið mjólkurkýr á mismunandi aldri
gætu étið og mjólkað af vallarfoxgrasi, túnvingli og af blöndu af grastegundum.
EFNI OG AÐFERÐIR
Kýr
í tilraunina voru notaðar 18 kýr, 6 fyrsta kálfs kvígur, 6 kýr að öðmm kálfi og 6 eldri kýr.
Tilraunin var sett upp sem latneskur femingur með þremur fóðurtegundum og þremur tíma-
bilum og var hvert tímabil þijár vikur. í slíku fyrirkomulagi prófar hver kýr hveija grastegund í
3 vikur og allar kýmar prófa allar grastegundir, en tilraunin var framkvæmd í mars og apríl
1993. í hvem gripahóp, en þeir vom alls sex, vom valdar þrjár kýr sem vom sem líkastar m.t.t.
aldurs, burðartíma og nytar. Kýr irrnan hvers hóps fengu svo grastegundimar í mismunandi röð
en þannig er reynt að koma í veg fyrir að áhrifin af því að nyt lækkar þegar líður á mjalta-
skeiðið blandist inn í áhrifin af meðferðinni, þ.e. af grastegund í þessu tilviki.