Ráðunautafundur - 15.02.1995, Qupperneq 175
167
árum, en eftir að felldar hafa verið úr þær tilraunir þar sem allt drapst eða lifði í eru þetta
samtals 29 tilraunaár sem koma til uppgjörs, þar af voru 3 þessara tilrauna á íslandi. Niður-
stöðumar frá íslandi em einnig inni í heildartölunum íyrir Norðurlöndin. Frostþol var mælt í
11 tilraunum á öllum Norðurlöndunum, svellþolið í tveimur tilraunum á íslandi og rotþolið í
tveimur tilraunum í Noregi. Erfitt er að taka meðaltöl mismunandi tilrauna, vegna þess að
þolið er gefið upp í mismunandi einingum. í töflunni er sýnt hvemig stofnamir röðuðust í
þolmælingunum.
Vetrarúginn kól á fslandi um 10-20%, vetrarhveitið 20-40% og byggið og rúghveitið um
40-70%. Kemur glögglega fram að vetrarúgurinn er lang þolnastur og er hann eina vetrar-
tegundin sem til greina kemur að rækta kom af hérlendis. Enn fremur sést að þeir stofnar sem
best hafa lifað úti mælast ekki endilega með mesta þolið í þeim aðferðum sem reyndar vom.
Reiknuð var fylgni þolmælinga á rannsóknastofu við kalskemmdir úti og var þá útitilraunum
skipt í tvo hópa, snjólausa eða snjólitla staði og staði með varanlegum snjó (2. tafla). Er
reiknað með því að frost og svell geti einkum valdið tjóni á stöðum þar sem snjó vantar, en
rotsveppir þar sem snjór liggur lengi yfir svo sem til landsins í Skandinavíu.
2. tafla.
Frost- þol Auð svæði Svell- þol Rot- þol Frost- þol Snjósvæði Svell- þol Rot- þol
Allar komtegundir 0,95** 0,71** 0,48** 0,94** 0,56** 0,54**
Vetrarbygg 0,86** 0,33 0,74* 0,74* 0,28 0,74*
Vetrarhveiti 0,92** 0,64** 0,57** 0,89** 0,59** 0,63**
Vetrarúgur 0,63* 0,80** 0,62* 0,68* 0,27 0,68*
f ljós kemur að í heild sýnir frostþolið best samræmi við kalskemmdir úti (vetrarþolið)
og þá helst á snjólausum stöðum. Svellþol og rotþol bæta þar engu við. Rotþolið sýnir heldur
betra samhengi á stöðum með snjó, en svellþolið á snjóléttum stöðum svo sem vænta mátti.
Athyglisvert er að frostþolið sýnir langbesta samhengið við vetrarþolið í byggi og hveiti, en
svellþolið í þolnustu tegundinni, rúgi. Gæti þetta bent til þess að þar sem vetrarþolið er lágt
skipti frostþolið meginmáli, en þegar frostþolið er komið yfir ákveðið lágmark, eins og í
rúginum, þá skipti svellþolið meginmáli. Niðurstaðan er því sú að til notkunar í kynbótum sé
árangursríkast að mæla frostþol í byggi og hveiti, en svellþol í rúgi.