Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 36
28
t.d. rúlluplasti, olíu, ónothæfum lyfjum eða varnarefnum, hræjum og rafgeymum. Enn fremur
er eðlilegt að frá sveitarfélögunum komi ábendingar um það sem betur má fara í útliti sveita-
býla og umgengni og hvatning til úrbóta.
Á Suðurlandi er nú í gangi verkefni á vegum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem nefnist
„Hreint Suðurland“ og er unnið í samvinnu við sveitarfélögin. Gæði neyslu- og nytjavatns eru
könnuð, ástand fráveitumála, sorphirðu- og sorpförgunar og að auki ástandskönnun á ýmsum
öðrum þáttum umhverfismála á Suðurlandi bæði í dreifbýli og þéttbýli (Birgir Þórðarson,
persónulegar heimildir). Slíka úttekt þyrfti að vinna í öllum sveitarfélögum.
Söluaöilar
Söluaðilar þurfa að gæta þess að selja bestu vörur sem völ er á hverju sinni með tilliti til
umhverfisins. Fosfóráburður þarf að innihalda sem minnst af kadmíum, varnarefni og lyf
þurfa að brotna auðveldlega niður, vélar og tæki heppileg frá umhverfissjónarmiðum o.s.frv.
Þessi mál hafa um margt verið í góðu lagi hér á landi, það hafa t.d. verið strangar kröfur um
innihald kadmíums í fosfóráburði, vélar eru yfirleitt ekki fluttar inn nema að undangengnum
prófunum Bútæknideildar RALA o.s.frv.
Ráðunautar
Ráðunautar eru faglegir leiðbeinendur bóndans á ýmsum sviðum rekstursins, þannig að þeir
hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þessari keðju. Þeir benda bóndanum á það sem betur má
fara og hjálpa honum við að leysa hlutina.
Dýralæknar
Það gildir um búfé eins og fólk að farsælast er að fyrirbyggja að sjúkdómar berist í skepn-
urnar. Þarna skiptir allur aðbúnaður búljár máli, fóðrun og meðhöndlun. í þessu tilliti hefur
dýralæknirinn mikilvægu hlutverki að gegna og eins í því að notkun lyfja sé rétt og hófleg.
Vinnslustöðvar
Vinnslustöðvarnar bera ábyrgð á því að vel sé farið með vöruna eftir að hún fer frá bændum,
en eru einnig ráðgefandi um aðbúnað á bæjunum. Mjólkurbúin hafa t.d. um langt skeið gefið
leiðbeiningar um aðstöðu í fjósum og mjólkurhúsum.
Almennir borgarar
Neytendur þurfa að átta sig á því að það kostar peninga að taka tillit til umhverfisins og
bændur geta ekki einir tekið á sig þann kostnað, hann verður líka að koma fram í vöruverðinu.
Hinn almenni borgari þarf að umgangast náttúruna með nærgætni, bæði sitt nánasta umhverfi