Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 83
75
kynningunni á þessu ári. Þau kort sem kynnt eru heimamönnum eru að grunni til gervihnatta-
myndir af viðkomandi héraði, sem sýna vel landshætti, hvar land er vel gróið og hvar ekki.
Þau svæði sem hlotið hafa rofeinkunn 3, 4 og 5 eru skástrikuð með mismunandi litum, en ekki
er gerð grein fyrir hvaða rofmyndir eru ráðandi á hverjum stað.
Unnið er að gerð lokaskýrslu þar sem dregnar verða saman tölur um rof fyrir hvern
hrepp landsins. Á þann hátt fæst tölulegur samanburður á milli landsvæða, t.d. fyrir afrétti og
hreppa. Mælikvarði kortanna er ekki nægjanlega stór til þess að hægt sé að nota þau til að
meta ástand á einstökum jörðum, nema þeim sem eru mjög landmiklar. En aðferðirnar eru nú
fyrir hendi og þær er hægt að nota fyrir einstakar jarðir, þar sem ástæða er tii. Slíka vinnu er
unnt að tengja þróun á aðferðum við kortlagningu á bújörðum í líkingu við þá vinnu sem Bún-
aðarsamband Skagafjarðar og Landgræðslan standa að í Skagafirði. Brýnt er að huga að nýjum
leiðum til að gera ódýr myndræn jarðakort.
ROFKORT OG NÝTING LANDS
Rofkortlagningin gjörbreytir þekkingu á jarðvegsrofi í landinu. Verkefnið hefur haft mikil
áhrif á gróðurverndarstarf Landgræðslunnar og samhliða hefur byggst upp áætlanadeild í
Gunnarsholti sem búin er öflugum búnaði á sviði upplýsingatækni.
Landgræðsla og jarðvegsvernd eru víð hugtök sem fela ekki aðeins í sér uppgræðslu
lands og stöðvun hraðfara eyðingar. Jarðvegsvernd felur í sér sjáifbæra nýtingu lands þar sem
ekki gengur á gæði landsins. Friðun auðna og rofsvæða er eðlilegur þáttur í landgræðslustarfi,
ásamt því að stuðla að skynsamlegri nýtingu lands. Nú eru að koma fram gögn sem unnt er að
nota til þess að taka fyrstu sporin í átt til þess að tryggja að öll sauðfjárrækt byggi á vistvænni,
sjálfbæm nýtingu landsins. Þar með verður hægt að afmá þann stimpil rányrkju og eyðingar
sem þessi framleiðsluvara hefur í augum margra neytenda. Á grundvelli þeirra gagna sem hér
um ræðir má taka skýra afstöðu til lands og nýtingu þess, afstöðu sem byggir á vel skil-
greindum þáttum sem unnt er að leggja mat á. Þar má nefna jafn mikilvæga þætti eins og hve
alvariegt rofið er, hve stór hluti landsins er gróinn og hve stór hluti landsins telst vera auðn.
Eiginleikar gróðurlenda á vel grónum svæðum (t.d. tegundasamsetning, uppskera, þróun
þeirra o.fl.) skiptir vitaskuld einnig máli og er forsenda þess að hægt sé að reikna beitarþol. En
auðnir og rofsvæði hafa ekkert beitarþol, slíkt land er ekki hæft til beitar.
En á hvern hátt er unnt að nýta gagnabanka RALA og L.r. um rof til þess að taka
ákvarðanir um gildi iands til beitar? Þar koma t.d. þessir þættir til: