Ráðunautafundur - 20.02.1996, Side 108
100
4. tafla. Uppskera og vermæti blómkáls í tilraunum, sem gerðar voru 1986-1990.
Ræktunarstaður Uppskera, kg/m2 Verðmæti, kr./m2
Á bersvæði 1,3 442
Undir plastbúri 1,5 510
Undir 17 g/m2 trefjadúk 1,6 544
I köldu plastgróðurhúsi 1,2 408
Blaðkál
Blaðkál er afar fljótvaxið og auðræktað og þykir gott í hrásalöt. Þessir eiginleikar valda því að
það er hentugt til ræktunar í heimilisgörðum. Höfuðin mega ekki verða stór, þá minnka gæðin
og hætta er á því að kálið njóli. Hæfileg þyngd á blaðkálshöfðum er 350-400 g.
f athugunum á Hvanneyri kom fram að við mismunandi ræktunaraðstæður var vaxtar-
tími blaðkáls, frá útplöntun þar til höfuðin voru orðin hæfilega stór, um það bil þessi:
Blaðkál ræktað á bersvæði, 35-40 vaxtardagar.
Blaðkál ræktað undir trefjadúk, 30-33 vaxtardagar.
Blaðkál ræktað í plastbúri, 23-28 vaxtardagar.
Blaðkál ræktað í óupphituðu plastgróðurhúsi um 23 vaxtardagar.
Gert er ráð fyrir að blaðkálið sé forræktað í um það bil 30 daga í upphituðu gróðurhúsi.
Blaðkál þolir treijadúk illa, plönturnar verða bældar og ljótar. Kálmaðkur leggst á blaðkál eins
og aðrar káljurtir, en vegna þess hve vaxtartíminn er stuttur er ekki unnt að nota plöntuvarnar-
efni.
Hnúðkál
Hnúðkál er matjurt, sem ekki er notuð mikið á íslandi, en auðvelt að rækta, ef plönturnar eru
forræktaðar. Hnúðkálið þolir vel að vera undir trefjadúk, en það er einnig auðvelt að rækta það
á bersvæði. Á Hvanneyri virtist forræktað hnúðkál þurfa 55-75 vaxtardaga á bersvæði og 45-
60 vaxtardaga undir trefjadúk. Vegna þess hve vaxtadagarnir eru fáir er varla unnt að nota
plöntuvarnarefni gegn kálmaðki. Það kemur sér ekki eins illa og ætla mætti, vegna þess
stöngullinn, sem er mjög harður, virðist standast árásir kálmaðksins allvel.
Höfuðsalat
Á íslandi eru aðallega ræktaðar tvær gerðir af höfuðsalati, smjörsalat og íssalat. Bataviasalat
er eins konar milligerð hinna tveggja. Allar þessar gerðir voru reyndar á Hvanneyri. Salat-
plöntur eru viðkvæmar og líta illa út, ef þær verða fyrir hnjaski. Við ræktun á salati hentar því