Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 113
105
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1996
Mítlar í túnum
Bjarni E. Guðleifsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum
INNGANGUR
Grös eru í eðli sínu harðger, ekki síst þau sem vaxa á norðurslóðum. Túngrös geta engu að
síður orðið fyrir skemmdum sem veðurfar eða aðrar lífverur valda. Grös geta sýkst af völdum
veira, gerla og sveppa, en meindýraskemmdir eru ekki algengar hérlendis. Hér á landi hafa
fundist tegundir flugna, títna og mordýra sem erlendis eru skaðvaldar, en mér er ekki
kunnugt um verulegar skemmdir af þeirra völdum hér.
Fyrir kemur þó að ákveðnum smádýrategundum fjölgar skyndilega í túnum eða úthaga,
og getur faraldurinn valdið talsverðum usla og skemmdum í grösum. Hérlendis eru það
einkum tveir smádýrahópar sem hafa valdið tjóni í grasrækt, grasmaðkar og grasmítlar.
Grasmaðkarnir eru lirfur fiðrildategunda, einkum grasyglunnar (Cerapteryx graminis) eða
grasvefarans (Eana osseana), sem aðallega eru virkir á vorin eftir að snjóa leysir. í annálum
frá fyrri tíð lætur nærri að skemmda af völdum grasmaðks sé getið 10. hvert ár (Geir Gígja
1961), en nú í seinni tíð eru grasmaðksskemmdir í túnum mjög fátíðar. Síðustu verulegu
grasmaðksskemmda í túnum er getið undir Eyjafjöllum sumarið 1992. Hvarf þessara
skemmda er sennilega tengt aukinni ræktun, vegna þess að fiðrildin verpa einkum í sinurík
og mosaskotin óræktartún, sem nú eru fremur sjaldséð.
ROÐAMAUR
Skömmu fyrir 1980 varð hér vart við skemmdir í túnum af völdum þá óþekktra smávera, og
sumir telja sig reyndar hafa orðið þeirra varir miklu fyrr. Rauðleit smádýrin skriðu í geysi-
legum fjölda upp á grasblöðin í byrjun sprettu, þannig að skófatnaður þeirra sem um túnin
gengu litaðist rauðbrúnn. Fyrst var ekki vitað nákvæmlega hvaða smádýrategund um væri að
ræða, en að menn töldu þetta vera „maur“ og var skaðvaldurinn almennt nefndur „roða-
maur“. Héldu menn fyrst að um væri að ræða sömu tegund og skríður inn í hús og veldur
óþægindum þar. Jurtasjúkdómafræðingur Rala og fleiri spurðust fyrir um skemmdir af
völdum „roðamaura“ erlendis, en þar var þetta fyrirbæri óþekkt. Árið 1985 kom hins vegar í