Ráðunautafundur - 20.02.1996, Síða 169
161
samhengi við fóðrunaraðferðir á tímabilinu 13. des. - 17. jan. Engin marktæk áhrif fóðrunar-
aðferða komu fram í þeim samanburði (3. tafla).
3. tafla. Áhrif fóðrunaraðferða um fengitíð áhrifum aldurs tilraunaánna á frjósemi. á frjósemi tilraunaáa. Meðaltöl eru leiðrétt fyrir
Garði Grind P-gildi
Fjöldi áa sem lifðu til vors 53 54
Þrílembdar 5 7
Tvílembdar 36 37
Einlembdar 11 5
Fjöldi geldra áa 1 5 0,98em
Fædd lömb eftir hverja á ± staðalskekkja I,85±0,09 1,85+0,09
Fædd lömb eftir borna á ± staðalskekkja 1,88±0,07 2,04±0,07 0,1 3em
Fœðingarþungi og vaxtarhraði lamba. Áhrif vetrarfóðrunar á fæðingarþunga lamba eru aðal-
lega bundin við fóðrunina á seinni hluta meðgöngutíma ánna, en þó getur fóðrun á fyrri hluta
meðgöngu haft nokkur áhrif á fæðingarþungann (Robinson og McDonald 1989). Það tímabil
sem hér var um að ræða nær yfir meginhluta meðgöngunnar (þó vantar þar upp á um 2-3 vikur
í hvorn enda). Því eru hér birtir útreikningar er varða áhrif tilraunameðferðarinnar á þessu til-
tekna tímabili á fæðingarþunga lambanna og vaxtarhraða þeirra fyrri hluta sumars, þ.e. fram
að vigtun sem framkvæmd var um mánaðamótin júlí/ágúst. Eingöngu eru birtar tölur um fæð-
ingarþunga og vaxtarhraða tvílembinga, en tölur um ein- og þrílembinga látnar liggja á milli
hluta, enda er þar um fá lömb að ræða sem lítt gagnast til tölfræðilegs samanburðar.
4. tafla. Fæðingarþungi tvílembinga eftir fóðrunaraðferðum seinni hluta vetrar, leiðréttur
fyrir áhrifum þunga og holda ánna við upphaf fóðrunartímabils (31. jan.), kyni lamba, aldri
ánna og burðardegi.
Flokkur Fjöldi lamba Meðalfæðingar- þungi, kg Staðalskekkja meðaltala P-gildi
Garði 75 3,27 0,07 0,82EM
Grind 68 3,25 0,07
Munur á fæðingarþunga lamba eftir tilraunameðferðum (4. tafla) er ekki fyrir hendi, þó
svo að ærnar í grindarhópnum hafi verið í mun lakara ástandi en garðaærnar í maíbyrjun.
Tíminn sem þá var eftir fram að burði (að meðaltali um tvær vikur) virðist hafa nýst til að
jafna þann mun á fæðingarþunga sem hugsanlega hefði komið fram ef tilraunameðferðinni