Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 188
180
innistöðu hafa verið könnuð í tilraunum á tilraunabúinu á Hesti og hefur fiskimjölið verið
gefið annars vegar á fengitíma og hins vegar síðustu vikurnar fyrir burð og síðan fyrst eftir
burð. Stöðug fiskimjölsgjöf allan veturinn hefur verið prófuð á gemlingum í tilraunum með
haust- og vetrarrúning en ekki á fullorðnum ám (Stefán Sch. Thorsteinsson og Sigurgeir Þor-
geirsson 1989). Tilraunir með áhrif ftskimjölsgjafar á ullarvöxt hafa ekki verið gerðar hér-
lendis, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að ullarvöxtur er háður hlutfalli óleysanlegs próteins í
fóðrinu og sérstaklega framboði af brennisteinsamínósýrum sem eru nauðsynlegar til mynd-
unar ullarpróteina (Reis 1982).
Tilraunin sem hér verður greint frá var gerð í þeim tilgangi að sannreyna hvort rúnings-
tími á snoði hefði afgerandi áhrif á ullargæði haustið eftir og að kanna áhrif fískimjöls í
fremur litlu magni allan veturinn á ullarvöxt og aðrar afurðir samhliða. Hér verða kynntar
helstu niðurstöður tilraunarinnar en úrvinnslu gagna er ekki að fullu lokið.
EFNI OG AÐFERÐIR
Tilraunin var gerð á tilraunabúinu á Hesti árið 1994-1995. Notaðar voru 64 ær, fæddar 1992
og 1993. Ærnar voru rúnar, vigtaðar og holdmetnar 10. nóvember og þeim skipt í fjóra til-
raunahópa og hverjum hóp síðan skipt á tvær stíur (8 ær í stíu), þannig að hver meðferð var
tvítekin. Tilraunameðferðir voru eftirfarandi:
- Fóðrað eingöngu á þurrheyi; snoð rúið 2. mars.
- Fóðrað á þurrheyi og síldarmjöli; snoð rúið 2. mars.
- Fóðrað eingöngu á þurrheyi; snoð rúið 5. apríl.
- Fóðrað á þurrheyi og síldarmjöli; snoð rúið 5. apríl.
Efnainnihald fóðursins kemur fram í 1. töflu og og fóðuráætlun fyrir tilraunina er í 2.
töflu. Áætlunin var miðuð við orkuþarfir til viðhalds og 30 g þyngdaraukningar að meðaltali á
dag og fósturvaxtar fram til síðustu vikna af meðgöngu en þá fengu ærnar hey u.þ.b. eftir
átlyst.
1. tafla. Þurrefni og efnainnihald í þurrefni í tilraunafóðrinu.
Þurrefni Prótein Breytiorka Leysanleiki AAT PBV
% % íþe. MJ/kg þe. próteins, % g/kg þe. g/kg þe.
Þurrhey 85,8 16,7 9,9 56,4 92 4
Síldarmjöl 89,6 81,1 15,8 41,0 334 325
Fóðuráætlunin var gerð þannig, að allir hópar fengu sömu orkufóðrun, sem var stillt af
með lítið eitt mismunandi heygjöf í heyflokkum og fiskimjölsflokkum. Síldarmjölsgjöfin var
50 g á kind á dag fram í apríl og var hækkuð í lokin í 60 g á dag.