Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 218
210
Til að komast að fóðureiningafjölda sem þarf til viðhalds og framleiðslu var stuðst við
eftirfarandi jöfnur:
FE til viðhalds = Þungi / 200 + 1,5
FE til framleiðslu = 0,4 x kg MM
MM = mælimjólk = nyt í kg x (0,4+15 x fitu%)
FEm til viðhalds = 0,0424 x þungi0,75
FEm til framleiðslu = 0,44 x kg MM + 0,0007293 x kg MM2
Jöfnurnar sem koma hér á eftir veita upplýsingar um próteinþarfirnar:
g meltanl. prótein á dag = 275 (fyrir viðh.) + 60 x kg MM (fyrir framl.)
g AAT á dag = 3,25 x þungi075 (fyrir viðh.) + 48 x kg OLM (fryrir framl.)
OLM = orkuleiðrétt mjólk = nyt í kg x ((383xfitu%+242xprótein% + !65xIaktósa%+20,7) / 3140)
Við mat á próteinjafnvægi í vömb (PBV) var miðað við að g PBV í fóðurskammti = 0 á
fyrri hluta mjaltaskeiðs og 0 til —100 á seinni hluta mjaltaskeiðsins.
Tölfrœði
Uppgjör fyrir fervikagreiningu nær yfir tvær síðustu vikur hvers tímabils. Hver gripur færir
því mælingar á áti í 10 daga, 4 dagsmælingar á nyt, 4 mælingar á efnainnihaldi og 2 vigtanir á
hverju tímabili inn í talnasafnið. Líkanið sem notað var við fervikagreininguna innihélt þætt-
ina hópur (5), kýr innan hóps (3), tímabil (3), gerð snarrótar (3) og samspilsáhrif hóps við
tímabil. Jafnframt var skoðaður munur á milli hópa á viðbrögðum við snarrótargerð með því
að kanna samspilsáhrif hóps við hinar mismunandi gerðir snarrótar. Keyrsla á gögnum fór
fram í forritinu Genstat (ANOVA keyrsla). Við samanburð á tveimur hliðstæðum breytum var
hins vegar keyrt t-próf.
Uppgefin skekkja í töflum er staðalskekkja mismunarins fyrir hverja gerð snarrótar. Bak
við hvern meðaltalsútreikning liggja 15 mælingar. Þegar talað er um mun á milli meðaltals er
átt við tölfræðilega marktækan mun með P-gildi <0,05.
NIÐURSTÖÐUR
Við fyrstu keyrslu gagna komu þrisvar sinnum fyriri óeðlilega tölur með tilliti til orkujafn-
vægis, þ.e. mjög lágar á snemmsleginni snarrót. Nánari athugun leiddi í Ijós að um var að
ræða sömu kúna tvisvar á fyrsta tímabiii (vika 2 og 3) og aðra kú á sama tímabili í viku 2. Fyrr
nefnda kýrin var með júgurbólgu á tímabilinu og fékk þrisvar sinnum meðhöndlun. Sú síðar
nefnda reyndist með óeðlilega háa leifaprósentu umrædda viku og í frumgögnunum voru leifar
skráðar 10 kg einn daginn (henni var gefið 15 kg). Til að útiloka áhrif langvarandi júgurbólgu