Ráðunautafundur - 20.02.1996, Page 221
213
Hvað varðar innbyrt þurrefni er enginn munur þar á. Hins vegar kemur munur í Ijós
þegar litið er á orku og prótein. Það kemur ekki á óvart því orku- og efnainnihald snarrótar-
gerðanna sýnir marktækan mun samkvæmt 1. töflu. Ein af ástæðunum fyrir því að ekki fæst
munur á áti getur verið útlitslega iítill munur á snarrótargerðunum. Snemmslegin snarrót virt-
ist reyndar fíngerðust en öll skynfæri gripanna eru notuð við fæðuval (Aron A. Bondi 1987,
J.M. Forbes 1995). Bragð og lykt fóðursins eru m.a. þætti sem hafa áhrif á valið en munurinn
milli snarrótargerðanna getur ekki verið mikill hvað það varðar. Einnig má benda á að gróf-
fóðurskammturinn er mjög einhæfur, eingöngu þurrhey af snarrót í 9 vikur samfleytt.
I 4. töflu er talað um eiginlegt át. I því felst raunverulegt át kúnna í tilrauninni þegar
leiðrétt hefur verið fyrir orkuinnihaldi leifanna. Út frá meltanleikatölum leifasýna og leifa-
prósentu kúnna er fundið orkuinnihald í kg þe gróffóðursins sem kýrin étur. Þannig hækkar
orkugildi gróffóðursins sem étið er (það versta skilið eftir) og er munurinn 1,5% þegar litið er
á FE og 1,3% þegar litið er á FEm. Munurinn er hámarktækur samkvæmt t-prófi (P<0,001).
Þannig er orkugildi gróffóðursins vanáætlað þegar ekki er tekið tillit til orkugildi leifanna.
Munur er á milli snarrótargerða þegar innbyrt prótein er athugað. Bæði g meltanlegt
prótein og g AAT eru á nokkuð svipuðu stigi, fallið er aðeins meira af meltanlega próteininu
við það að fara úr snemmsleginni snarrót yfir í síðslegna. Hins vegar er fallið áberandi mikið
þegar litið er á g PBV. Það er því Ijóst að innihald PBV í heyjum rná stjórna með sláttutíma.
Ahrif mismunandi gerðar snarrótar á framleiðslu
Mjólkurmagn í kg/dag er mest á snemmsleginni snarrót, nokkuð sem er í beinu samhengi við
orkuinnihald hennar. Magn og efnainnihald mjólkur kúnna í tilrauninni er sýnt í 5. töflu jafn-
framt því að teknar eru saman hlutfallstölur mið- og síðsleginnar snarrótar á snemmslegna
snarrót.
Mjólkurmagn, hvort sem um er að ræða mælimjólk (MM, leiðrétt fýrir fituinnihaldi) eða
orkuleiðrétta mjólk (OLM, leiðrétt fyrir fitu-, prótein- og laktósainnihaldi), sýnir marktækan
mun milli snarrótargerða.
Þegar litið er á efnainnihald mjólkur kemur fram marktækur munur á próteini og fitu-
snauðu þurrefni (P<0,05) og tölur í 5. töflu sýna að sá munur felst í snemmsleginni snarrót
annars vegar á móti mið- og síðsleginni snarrót hins vegar. Hámarktækur munur er á þvag-
efnistölum milli snarrótrargerða og er fallið nokkuð úr snemmsleginni snarrót yfir í síðslegna
snarrót. Það er ekki óðelilegt þar sem þvagefnistölur endurspegla fóðrunina, einkum þó PBV
ástandið sem féll talsvert milli snemmsleginnar og síðsleginnar snarrótar.