Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 239
231
eða án fitu. Verð á loðnufitunni er um 60 kr/kg sem gera um 24 kr/FEm (2,5 FEm/kg) sem er
svipað og meðalverð korns í biöndurnar og því ekki órökrétt að selja þær á sama verði. Kostir
við notkun á loðnufitunni eru m.a. þeir að um er að ræða innlendan orkugjafa og einnig gerir
fituhúðunin fóðrið nánast ryklaust í allri meðferð. Miðað við kjarnfóðurverð 37 kr/kg þá
reiknast verð á FEm 38,9 kr í biöndu-0 (0,95 FEm í kg fóðurs) og 37,4 kr í blöndu-3 (0,99
FEm í kg fóðurs).
í 12. töflu er reynt að meta tekjur af mjólk umfram þann fóðurkostnað sem lagt var í
miðað við niðurstöður þessarar tilraunar. Tekjur umfram fóðurkostnað sem reyndar má kalla
framiegð, má síðan bæði skoða sem kr á dag eða kr á hvert kg mjóikur, sem getur verið raun-
hæfara þegar framleiðsluréttur er takmarkaður.
Eins og áður kom fram (8. tafla) skilaði fóðrunin með kálinu mestum afurðatekjum á
dag en ekki var munur milli gróffóðurtegunda á verði til framleiðanda fyrir hvert kg mjólkur.
Kálhópurinn er hins vegar með meiri fóðurkostnað bæði í kr á dag og á hverja FEm en ekki á
kg mjólkur. Tekjur umfram fóðurkostnað eru þó um 44 kr hærri á dag hjá kálhópnum en ekki
er raunhæfur munur milli gróffóðurhópanna á framlegð á kg mjólkur (39,3 vs 39,1 kr/kg;
P=0,35).
Ef litið er á kjai'nfóðrið þá skilaði blanda-3 meiri mjólk og meiri tekjum á dag en lægra
verði pr kg mjólk vegna lægra próteinhlutfalls. Fóðurkostnaður á dag og pr kg mjólk reiknast
einnig lægri fyrir blöndu-3 og framlegðin 19 kr hærri á dag (584 vs 603 kr/d), en aftur á móti
verður enginn munur milli kjarnfóðurtegunda ef litið er á framlegð pr kg mjólk (39,2 kr). Því
er ljóst að m.t.t. hagkvæmni framieiðslunnar þá eru jákvæð áhrif fitunnar á afurðamagnið
vegin upp með neikvæðum áhrifum á prótein% í mjólkinni.
12. tafla. Samanburður á hagkvæmni mismunandi fóðrunar.
Kól Vothey P-gildi grót'f. Blanda O Blanda 3 P-giIdi kjarnf. Staðal- skekkja
Tekjur
Mjólk, kg/d 15,7 14,6 0,00 *** 14,9 15,4 0,01 * 0,12
Mjólk. kr/kg 53.8 54,0 0,17 54,1 53,6 0,00 *** 0,09
Mjólk, kr/d 840 788 0,00 *** 806 822 0,05 * 5,73
Fóðurkostnaður
Kr/dag 224 216 0,00 *** 221 219 0,00 ** 0,56
Kr/FEm 18,8 .18,5 0,00 ** 18,7 18,6 0,25 0,07
Kr/kg mjólk 14,5 14,8 0,06 14,9 14,4 0,01 ** 0,13
Tekjur umtram fóðurkostnað
Kr/dag 616 572 0,00 *** 584 603 0,02 * 5,52
Kr/kg mjólk 39.3 39,1 0,35 39,2 39,2 0,78 0,12