Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 138
130
tækt samband (r2=0,34) og einnig ef skoðað er meðalfóðurstyrkur (FE/kg þe.) og nythæð
(r2=0,26).
Það er því mat höfundar að bókhaldsgögnin gefi nákvæmari upplýsingar um raunveru-
lega mjólkurframleiðsiu búsins.
Efnamagn mjólkur er fundið út með því að umreikna mjólkurmagnið í mælimjólk
(Gunnar Guðmundsson 1997);
(0,383 x fitu% + 0,242 x prótein% + 0,7832)/3,14 x kg framleidd mjólk
Efnamagn í mælimjólk er þá samkvæmt Sibbesen (1990);
kg N = 0,0056 x kg mælimjólk
kg P = 0,00097 x kg mælimjólk
kg K = 0,00145 x kg mælimjólk
Efnamagn mykjunnar í tonni þurrefnis (þurrvigt) er;
kq N. P eða K í mvkiu
t fræðilega innbyrt þurrefni x (1 - M) / fóðurnýtingarstuðull
þar sem M= veginn meltanleikastuðull fóðursins, samkvæmt efnagreininganiðurstöðum. Á
Möðruvöllum var jafnframt áætlað heildarefnamagn í tonni af mykju í haughúsi
(blautvigt);
Heildarefnamagn / fjöldi ferða / 6 (t/tank)
og þá er hægt að áætla þurrefnishlutfall í mykju sem er tilbúin til dreifingar;
NPK í t af blautvigt / NPK í t af þurrvigt
Nœringarefnajöfnuður
Jöfnuður þýðir hér reiknuð stærð sem lýsir mismun á inn- og útstreymi næringarefna (í okkar
tilviki N, P og K) í afmörkuðu ferli. Hægt er að líta á kúabú sem eitt ferli og reikna út sk. bús-
jöfnuð (B). Búsjöfnuðurinn er;
Ib-Úb+v+m+b-f
þar sem; Ib
Úb
v
m
b
f
Keypt NPK + N í úrkomu + N-nám belgjurta.
NPK selt í afurðum (mjóik, kjöt og hugsanlega hey eða annað fóður).
NPK bundið í bústofni (vöxtur) - NPK selt í kjöti eða lifandi gripum.
Framleitt NPK (mykju + keypt NPK í áburði - áborið NPK.
Heimaflað NPK í fóðri + aðkeypt NPK í fóðri - notað NPK í fóðri.
NPK í kálfamjólk + NPK í skemmdri mjólk sem hellt er niður.
Mismuninum er venjulega deilt niður á ha ræktaðs lands eða á ffamleiðslueiningu
(ME). Jöfnuðurinn er vísbending um hversu vel búið í heild sinni nýtir aðkomin næringarefni
í framleiðslunni. Efni í úrkomu og N-nám belgjurta má sleppa í þeim tilvikum þegar verið er
að skoða „sjálfbærni" búsins en skiptir máli ef áætla á mögulegt heildarefnatap (mengun)
búsins. Hér er ekki talin ástæða til þess að áætla þessar stærðir, enda talið að lítið berist af N
með andrúmslofti á íslandi og hlutdeild belgjurta í ræktuninni er óveruleg (Friðrik Pálmason,
pers. upplýsingar, Guðni Þorvaldsson 1994). Stærðirnar v, m og b lýsa ársbreytingum eða
hreyfingum í birgðum og bústofni sem er nauðsynlegt að áætla til þess að hægt sé að bera
saman niðurstöður milli ára.