Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 12
12 Umræða Stjórnmál Vikublað 12.–14. apríl 2016 » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Baldwin® hefur sérhæft sig í smur-, loft- og hráolíusíum. Við bjóðum upp á Baldwin® síur í flestar gerðir þungavinnu- og sjóvéla á hagstæðum verðum. Verkstæði og viðgerðarþjónusta Aðalsmerki Bætis er verkstæðið og viðgerðarþjónustan. Á verkstæði okkar erum við með öll tæki til endurbyggingar á allt að 1750 hestafla vélum. Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík Neikvæðnin bundin við fréttir af Sigmundi Davíð Ó líklegt er að gríðarleg umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland hafi langvarandi áhrif á ímynd og orðspor landsins. Umfjöllunin, þótt hún hafi í langflestum tilvikum verið neikvæð, beindist fyrst og fremst að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og hans persónu, án þess að lagt hafi verið frekar út frá því. Stjórnvöld sjá ekki tilefni til að bregðast sérstaklega við umfjölluninni. Allt frá því Panamaskjölin voru gerð opinber hefur Ísland orðið mið­ depill fjölmiðlaumræðu um víða veröld. Þúsundir greina um atburði undanfarinna daga hafa verið skrif­ aðar og samkvæmt samantekt Ís­ landsstofu eru þær langflestar neikvæðar. Ástæðan er fyrst og fremst umtalað sjónvarpsviðtal við Sigmund Davíð sem fór eins og eldur í sinu um alla heimsbyggðina eftir að það var sýnt í Kastljósi. Ekki bara var það fréttamatur á stærstu sjónvarps­ stöðvum heims, heldur hlaut það mikla dreifingu á samskiptamiðlum auk þess sem grínistar um allan heim hafa gert sér mat úr því. Svo sem ekki furða, enda einstaklega sjónvarps­ vænt þegar sjálfur forsætisráðherra tafsar á erfiðri spurningu og endar með því að ganga út úr viðtali. Öll þessi athygli lagðist illa í ís­ lenska þjóð, því eins og Eiríkur Berg­ mann, prófessor í stjórnmálafræði, benti á í viðtali við Eyjuna í byrjun mánaðar þola Íslendingar illa að vera sýndir í vondu ljósi í heimspress­ unni. „Landið fær eiginlega verri út­ reið nú en í hruninu haustið 2008. Þá var fjallað um Íslendinga eins og þeir hefðu lent í slysi en hér erum við sett í hóp skúrkanna.“ En spurningin sem eftir stendur er, hversu skaðleg áhrif er þessi umfjöllun fyrir land og þjóð? Þúsundir frétta um Ísland „Mjög mikilvægt er að við stöndum vörð um orðspor Íslands og þau gildi sem við stöndum fyrir sem þjóðfélag. Sá stormur sem geisað hefur hér síð­ ustu daga hefur vissulega beint sjón­ um að orðspori Íslands. Í ráðuneyti mínu er verið að greina áhrif þeirrar erlendu umfjöllunar sem hefur verið og sú vinna er ætíð í gangi. Brýnt er að meta skaðsemi umræðunnar og bregðast við á viðeigandi hátt.“ Þetta sagði nýr utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, í umræð­ um við stefnuræðu nýs forsætisráð­ herra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, föstudaginn 8. apríl síðastliðinn. Urð­ ur Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu, segir að vinna við sérstaka greiningu á umræðunni síðustu daga sé komin í gang en henni sé ekki lokið. Lausleg greining eftir síðustu viku liggi þó fyrir. Beðið um aðstoð við að stafsetja nöfn Samkvæmt upplýsingum úr utan­ ríkisráðuneytinu hafa ekki komið margar fyrirspurnir að utan inn á borð ráðuneytisins síðan Panamaskjölin voru afhjúpuð sunnudaginn 3. apríl síðastliðinn. Aftur á móti hefur nokk­ ur fjöldi fyrir spurna verið lagður fyrir íslensk sendiráð vegna þessa. „Aðal­ lega um það hvernig eigi að stafa ís­ lensk nöfn,“ segir Sunna Gunnars Mar teinsdóttir, aðstoðarmaður utan­ ríkisráðherra, í samtali við Eyjuna. „Við höfum verið að vakta þessa erlendu umræðu, í ráðuneytinu, sendiráðunum og hjá Íslandsstofu, bæði í fjölmiðlum og eins að hluta á samfélagsmiðlum. Það liggja þó ekki fyrir neinar endanlegar grein­ ingar, eins og staðan er núna þá eru þetta bara bráðabirgðaniðurstöður,“ segir Urður. Sama fréttin hugsanlega birt aftur og aftur Í síðustu viku var Ísland umfjöllunar­ efni flestallra stærri fréttastofa í heiminum. Ljósvakamiðlar, dagblöð og netmiðlar höfðu þá fjallað dag­ lega um Ísland með birtingu á forsíð­ um, beinum útsendingum og ýms­ um öðrum fréttum. „Þessar fréttir skipta þúsundum,“ segir Urður. Það verði hins vegar að taka með í reikn­ inginn að sama fréttin geti verið birt aftur og aftur, með litlum breyting­ um. Það séu þá fréttir sem koma frá alþjóðlegum fréttastofum eins og Reuters eða AP og eru birtar víða. Þá skipta samfélagsmiðlafærslur um Ísland og Panamaskjölin tugum þúsunda í síðustu viku að sögn Urðar. Er þar um að ræða færslur á Twitter og Facebook til dæmis. „Það hefur hins vegar dregið gríðarlega úr þessari umfjöllun síðustu daga. Það gerðist í raun strax á föstudag og umfjöllun um helgina var mun minni en framan af viku.“ Að megninu til staðreyndamiðuð umfjöllun Að sögn Urðar hefur umfjöllunin almennt verið staðreyndamiðuð og hlutlaus. Fjölmiðlarnir hafa verið að lýsa því sem er að gerast hér á landi frá degi til dags og stundum frá klukkutíma til klukkutíma. Um­ fjöllunin tók líka breytingum eftir því sem fram vatt. Fyrst var einblínt mjög mikið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og hans málefni. Síðan var farið að fjalla um mótmælin og þar á eftir um breytingarnar á ríkisstjórninni. Neikvæður tónn framan af en jákvæðari þegar frá leið „Það var hægt að greina nokkuð nei­ kvæðan tón í umfjölluninni framan af en hann varð jákvæðari eftir að mót­ mælin hófust og eins þegar gerðar voru breytingar á ríkisstjórninni. Margir miðlar lýstu því á jákvæðan Magnús G. Eyjólfsson mge@eyjan.is n Erlend umfjöllun ólíkleg til að hafa áhrif til langframa n Stjórnvöld greina áhrifin Hárbeittur Milljónir hafa séð breska grínistann John Oliver leika sér að hrakförum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Oliver líkti umtöluðu sjónvarpsviðtali við bílslys í hægri mynd. SkjáSkot Af YoutuBE Málefni Sigmundar Davíð Gunnlaugs- sonar hafa ekki aðeins haldið frétta- og blaðamönnum uppteknum heldur einnig grínistum. Forsætisráðherrann fyrrverandi var skotspónn grínistans Johns Oliver sem heldur úti vikulegum sjónvarpsþætti, Last Week Tonight, á sjónvarpsstöð- inni HBO á sunnudags- kvöldum. Oliver er einn áhrifamesti þáttastjórn- andinn vestanhafs og má búast við að um milljón manns hafi horft á hann fjalla um Wintris-málið síðastliðið sunnudagskvöld. Í ofanálag birtist allt efni þáttarins á Youtube þar sem búast má við að milljónir til viðbótar horfi á klippuna þar sem Oliver líkti viðtalinu við myndskeiði af bílslysi sem sýnt er hægt. Og auðvitað komu álfar og Björk við sögu. Jafnvel grínistar í Ástralíu stukku á vagninn. Á sjón- varpsstöðinni ABC þar í landi heldur grínistinn Charlie Pickering úti vinsælum þætti sem sækir fyrirmynd sína í þátt Johns Oliver. Þar var fimm mínútna umfjöllun um Panamaskjöl- in þar sem meginpartur umfjöllunarinnar sneri að viðtalinu umtalaða. Hlaðborð fyrir grínista

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.