Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 28
Vikublað 12.–14. apríl 201620 Sport avis.is 591 4000 Frá 1.650 kr. á dag Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur Á R N A S Y N IR NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAMLEGA „Við erum með betra lið“ n Freyr Alexandersson fer fullur sjálfstrausts inn í útileik við Hvít-Rússa n Toppliðin mætast í júní É g á von á því að það verði erfitt að brjóta þær á bak aftur,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Ísland mætir í dag, þriðjudag, liði Hvít-Rússa, öðru sinni, í undankeppni fyrir EM 2017. Ísland er taplaust, eins og Skotland, en liðin mætast innbyrðis í Skotlandi í júní. Fyrri leikinn við Hvít-Rússa vann Ísland 2-0 á Laugardalsvelli. Ljóst er að liðið má ekki misstíga sig í leiknum því baráttan um toppsætið er hörð. Aðeins eitt lið kemst beint á EM en sex af átta liðum – þau sem náð hafa besta árangrinum – mætast í þremur umspilsviðureignum um þrjú laus sæti til viðbótar. Því fer því fjarri að Ís- land eigi greiða leið á mótið. Eigum að klára verkefnið Freyr segir í samtali við DV að Hvít- Rússar séu afar skipulagt lið. Mikil- vægt sé að skora mark snemma því róðurinn geti orðið þungur þegar á leikinn líður – takist ekki að skora. „Við erum með betra lið og eigum undir öllum kringumstæðum að klára þetta verkefni. Einbeitingin og aginn verður að vera í lagi til að ná góðri frammistöðu.“ Freyr segir að ástand leikmanna sé gott. Flestir leikmennirnir séu um það bil að hefja sitt keppnistímabil, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hann bendir á að sama gildi um lið Hvít-Rússa. „Þær eru að nálgast toppform.“ Þrjár meiddar en gott ástand annars Þrír íslenskir leikmenn, sem vana- lega eru í hópnum, eru meiddir. Það eru Katrín Ómarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir, sem meiddust á Al- garve í mars, og Rakel Hönnudóttir, sem hefur verið meidd lengi. Freyr var annars mjög ánægður með frammistöðu liðsins í því firnasterka móti, en Ísland hafnaði í þriðja sæti. „Ég var mjög ánægður með mótið. Við spiluðum vel og þurftum að kljást við ólíkan leikstíl. Liðið er orðið mjög þroskað og við getum unnið hvaða þjóð sem er. Við höfum verið að vinna leiki vegna þess að frammistaðan hefur verið góð,“ segir hann og bætir við að engin heppni- stimpill hafi fylgt liðinu. Liðið sé einfaldlega mjög gott. „Næsta skref er að fínpússa mikilvæg smáatriði í okkar leik – við erum því enn að þróa leikinn.“ „Heitustu“ liðin í Evrópu Ef allt gengur að óskum í Hvíta- Rússlandi, og Skotar misstíga sig ekki gegn Slóvenum, verður úr- slitaleikur um efsta sæti riðilsins í Skotalandi í júní – að minnsta kosti um stundarsakir – en liðin eiga svo eftir að mætast aftur. Freyr segir um möguleikana gegn Skotlandi að þar fari mjög áþekk lið. „Skoska liðið er það lið – ásamt okkur – sem er með þeim heitustu í Evrópu um þess- ar mundir. Þá tel ég ekki með allra bestu liðin sem eru í áskrift að stór- mótunum. Fjórir fremstu leikmenn Skota eru afar sterkir og hafa verið að slá í gegn með sínum félagsliðum í Bandaríkjunum, Englandi og Þýskalandi. Framlínan er afar sterk og þetta er reynslumikið lið sem hungrar í að komast áfram. Þegar við mætum Skotum fáum við frábæran fótboltaleik.“ Hann metur líkurnar á möguleik- um Íslands í þeim leik jafnar. „Þetta verður 50/50. Liðin eru á svipuðu róli og bæði búin að vinna flesta leiki undanfarið.“ n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Staðan í riðlinum Lið Leikir Stig Markatala Skotland 4 12 +23 Ísland 3 9 +12 Hvíta-Rússland 4 3 -10 Slóvenía 3 3 -6 Makedónía 4 0 -19 „Þær eru að nálgast toppform Landsliðsþjálfari Freyr Alexandersson hefur náð góðum úrslitum með liðið að undanförnu. Hann er bjartsýnn á framhaldið. Mynd SiGtryGGur Ari Markaskorari Dagný Brynjarsdóttir hefur skorað þrjú mörk fyrir Ísland í leikjunum þremur, eins og Margrét Lára Viðarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Mynd rEutErS Sumargjöfin í ár! fæst í öllum verslunum n1 Þráðlausu Touch heyrnartólin eru seld á N1 um allt land. Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.