Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 36
28 Lífsstíll Vikublað 12.–14. apríl 2016 A uður Rafnsdóttir er höf- undur bókarinnar Krydd- jurtarækt fyrir byrjendur. Þar fjallar hún um sáningu og umhirðu kryddjurta og segir frá aðferðum til að þurrka, frysta og geyma kryddjurtir. Auk þess eru uppskriftir í bókinni og hugmyndir að nýtingu kryddjurta. Spurð um áherslur í bókinni segir Auður: „Fyrri hluti bókarinnar fjallar um kryddjurtir allt frá því maður sáir þeim þangað til maður notar þær. Í seinni hlut- anum eru upplýsingar um hverja kryddjurt fyrir sig. Í bókinni eru sérstök minnisblöð þannig að fólk geti nóterað hjá sér eitt og annað varðandi ræktunina. Þarna eru líka uppskriftir að ýmsu sem er ein- kennandi fyrir hverja kryddjurt, eins og kryddolíum, sósum, mauki og fleiru.“ Auður heldur utan um vinsæla síðu kryddjurtaræktenda á Face- book. „Þessi síða varð til vegna þess að vinir og vandamenn hringdu mjög oft til að spyrja mig um ýmis legt viðvíkjandi krydd- jurtum. Ég vinn hjá Creditinfo þar sem safnað er saman upplýsing- um alla daga og því var ofarlega í huga mér að geyma upplýsingar um kryddjurtir á einum stað. Þess vegna varð Facebook-síðan til og þar er fólk að skiptast á ráðum og uppskriftum. Segja má að þessi síða hafi síðan orðið kveikjan að þessari bók. Ræktun kryddjurta er áhugamál margra í dag og skýrist af miklum matreiðsluáhuga fólks.“ Fólk gefst oft upp Áhugi Auðar á kryddjurtum vakn- aði fyrir um tuttugu árum. „Ég hef mjög gaman af að elda og sá að kryddjurtir skipta öllu máli í mat- reiðslu, þær gefa aukatón og auka- bragð. Ég hef í gegnum árin verið að prófa mig áfram með krydd- jurtir og fer ekki alltaf hefðbundn- ar leiðir. Um daginn eld- aði ég lax með rós- marín. Það eru margir sem telja að rósmarín passi bara með lambakjöti og kartöflum, en það má sannarlega nota það á fjölbreytilegri hátt. Það er um að gera að prófa sig áfram í notkun á kryddjurtum.“ Hvort ráðleggurðu fólki að nota ferskar eða þurrkaðar kryddjurtir? „Ég nota þurrkaðar þegar ég er að elda en set síðan þær fersku út í réttinn rétt áður en hann er borinn fram og þá er bragðið sem fersk- ast.“ Hver eru helstu mistökin sem fólk gerir í sambandi við kryddjurtir? „Þegar kemur að ræktuninni gefst fólk oft upp. Maður ger- ir alltaf mistök í kryddjurtarækt- un en ég vandi mig á það að skrifa niður hjá mér hvað ég gerði vit- laust og lærði af því. Lykilatriði er góð mold, góð birta, næring öðru hverju og að klippa jurtina rétt. Þá á þetta ekki að misheppnast. Svo verður maður að sinna ræktuninni og kíkja á jurtina á hverjum degi. Vandamálið hjá okkur Ís- lendingum eru þessir myrku vetrar mánuðir. Þá hef ég nýtt mér innigarðana. Ef maður kaupir græðlinga í maí og hefur góða mold og góða birtu þá er maður komin með risaplöntu í ágúst- september.“ Fólk á oft í erfiðleikum með að halda lífi í ferskum kryddjurtum og veit heldur ekki hvernig best er að nýta afganga. Áttu ráð handa þessu fólki? „Ef mað- ur kaupir kryddjurtir í pottum þá á að setja þær strax í góða mold. Ef maður kaupir þær afskorn- ar og á síð- an afgang þá setur maður þær í vatn og þá fá þær ræt- ur rétt eins og hvert annað blóm, maður skellir jurtinni síðan í mold eða klippir hana niður og þurrkar eða frystir. Það er um að gera að nýta afganga, það er allt of algengt að fólk hendi þeim í ruslið. Ef mað- ur á til dæmis afgang af fáfnisgrasi eftir að hafa búið til béarnaise-sósu þá er hægt að blanda afganginum saman við mjúkt smjör og setja í frysti og þá á maður efni í næstu béarnaise-sósu.“ Áttu þér uppáhaldskryddjurt? „Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli kryddjurta en mér finnst rósmarín ómissandi. Ég er líka hrifin af fáfnisgrasi, án þeirr- ar kryddjurtar væri béarnaise- sósa bara hollandaise-sósa. Þar er sannarlega munur á bragði með eða án kryddjurtarinnar.“ Krydd og hollusta Í hugum flestra standa kryddjurtir fyrir hollustu og Auður er spurð hvort þannig sé það raunveru- lega. „Það er sagt að svo sé,“ segir hún. „Á sínum tíma, þegar byrjað var að rækta kryddjurtir, eða lyfja- grös eins og það var þá kallað, í urtagarðinum hjá læknasetrinu úti á Nesi var það ekki gert til að bragðbæta matinn heldur til að bæta heilsuna. Sumar jurtirnar voru taldar lækna magakvilla, aðr- ar hálskvilla og höfuðkvilla og enn aðrar þóttu slakandi. Í framtíðinni langar mig til að skoða hollustu- þátt kryddjurta enn betur.“ n Rósmarínið ómissandi n Auður Rafnsdóttir er höfundur bókar um kryddjurtir Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Lykilatriði er góð mold, góð birta, næring öðru hverju og að klippa jurtina rétt. Þá á þetta ekki að misheppnast. Auður Rafnsdóttir „Ræktun kryddjurta er áhugamál margra í dag og skýrist af miklum matreiðsluáhuga fólks.“ Mynd ÞoRMAR VigniR gunnARsson Litabreytingar í húð Ör / húðslit Húð með lélega blóðrás / föl húð Öldrun og sólarskemmdir í húð / tegjanleiki húðar Blandaða og feita húð / stíflaðir fitukirtlar Hin upphaflega JURTA HÚÐENDURNÝJUN Árangur um allan heim í yfir 50 ár. Máttur náttúrulegrar fegurðar www.vilja.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.